Er ekki í lagi með fólk?

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.

// Veröld/Fólk | mbl.is | 6.4.2009 | 15:02

Þriðjudagur erfiðastur vinnudaga

Mánudagur hefur misst sæti sitt sem versti dagur vikunnar, ef marka má nýlega rannsókn sem unnin var fyrir framleiðanda Bimuno fæðubótarefnisins í Bretlandi. Kom í ljós að ríflega helmingur þrjú þúsund þátttakenda notuðu mánudaginn til að „komast í réttan gír" fyrir vikuna og slúðra um helgina á samskiptavefjum. Alvara lífsins hefst ekki fyrr en á þriðjudegi.

Ég hef nú ekki á ævinni heyrt aðra eins vitleysu, það á ekki að vera til
í huga fólks að eitthvað sé erfitt.
Ef maður þarf að vinna, reka heimili eða hvað annað sem það velur sjálft
að gera þá á ekkert að vera erfiðast, enginn dagur verri en hinn, þú ert
nefnilega ekki að vinna fyrir aðra þú ert að gera það fyrir sjálfan þig.
Hvað er eiginlega fólk að gera um helgar ef það þarf á kosnað vinnuveitanda
að koma sér í réttan gír á mánudeginum.
Það hlýtur að forgangsraða vitlaust, en auðvitað dæmi ég ekki um það.

Rétt fyrir hádegi á þriðjudegi er álagið hvað mest, að sögn Grahams Waters hjá fæðubótarfyrirtækinu. Þá átta starfsmenn sig á því að vikan verður annasöm og tíminn til stefnu er naumur. Einnig kom í ljós að starfsmenn eru líklegastir til að sleppa hádegismat á þriðjudögum og nýta tímann til að vinna.

Það er talað um að fólk sé að slúðra um helgina sína á vefnum.
Það er sko örugglega rétt.
Ég fór ekki fyrir svo löngu í stórverslun í Reykjavík og var að versla
helling, krakkarnir voru að fylla á í hillurnar og tala um hvað hefði verið
gaman árshátíðinni á laugardeginum, hafði ég lúmskt gaman að.


Ég kom að kassa og sagðist ætla að láta senda þetta í póstkröfu,
en nei sko það var ekki hægt sko því við póstkröfum var bara tekið
við í einni búðinni, já það er nefnilega það, en get ég fengið að tala við
verslunarstjórann, já já en ég get svo sem tekið við þessu og komið
því í póst, takk sagði ég og síðan tók hann niður nafn og heimilisfang.
Það var mánudagur, ég fékk aldrei póstkröfuna, afar slæmt fyrir fólk
sem býr út á land, en þetta sannar það sem í greininni stendur.

Það væri kannski lag fyrir atvinnurekendur að gefa orkudrikk á línuna
á mánudagsmorgni, en ef ég væri yfir fólk og það ynni ekki vinnuna sína
þá mundi ég bara reka það.


mbl.is Þriðjudagur erfiðastur vinnudaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki bara verið að tala um fésið það er ábyggilega vinsælt að liggja á því ef það er ekki búið að loka á það á vinnustöðunum. Það hefur örugglega verið eitthvað um það á LSH því það er búið að loka bæði bloggsíðum og fésinu þar.

Það hefur verið leiðinlegt fyrir þig að vera búin að velja heilan helling og fá svo ekkert af því sent nema að þér þyki gaman að fara í búðir og velja þér hluti og setja þá svo aftur í hillurnar.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 19:35

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elskuleg og sömuleiðis þegar þú ferð að sofa
Ljós og kærleik ævilega til þín ljúfust.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.4.2009 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.