Fyrir svefninn.
7.4.2009 | 21:34
Dagurinn leið að vanda léttur og góður við okkur öll, stóra
ljósið kom í pössun í morgun síðan kom ljósálfurinn og Hafdís
vinkona hennar nú allir fengu sér eitthvað að borða eins og
vanalega bara það sem hver vildi svona í hádegissnarl.
Við gamla settið þurftum að fara í apótekið að sækja lyf fyrir
Gísla minn sem hann átti svo að mæta með til læknisins og fá
eitt stykki sprautu í bossann þegar það var búið var haldið heim
Nú börnin fóru út og suður, en skiluðu sér er maturinn kom.
Englarnir mínir eru að passa fyrir Millu sem þurfti að fara á fund.
Ég ætla að skrýða snemma upp í rúm er bara þreytt, svaf frekar
illa í nótt.
Nú kemur smá úr bókinni Heimskupör og Trúgirni, Jón Hjaltason.
Kona, móðir
,,Mikið andskoti leiðist mér þegar kvennafólk blótar mjög
Helvíti mikið."
Eldri kona að vanda um við kynsystur sínar.
***
Það er móðurástin sem gengur eins og tvíeggjað sverð
gegnum hjarta konunnar."
Brot úr ræðu sem reykvískur iðnaðarmaður hélt
fyrir minni kvenna um 1930.
***
,,Þú skalt aldrei giftast, Jónsi minn, því allir karlmenn
Haugaletingjar og fyllisvín."
Móðir að ráðleggja syni sínum.
Góða nótt kæru vinir
Athugasemdir
Góð leiðbeining og þörf áminning.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.4.2009 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.