Biðjum fyrir fólkinu.

Yfir 250 fundist látin
Erlent | mbl.is | 8.4.2009 | 6:55
Hús hrundu víða í jarðskjálftanum á Ítalíu, aðfararnótt... Tala látinna í jarðaskjálftanum á Ítalíu er nú komin i 250. Harðir eftirskjálftar gerðu usla á hamfarasvæðum í gær og í nótt. Almannavarnir á Ítalíu segja að leit í rústunum verði haldið áfram að fullum krafti þó vonin um að finna fólk á lífi minnki með hverri klukkustund.

Allar náttútruhamfarir eru skelfilegar, við ættum að vita það
Íslendingar, þess vegna segi ég byðjum fyrir elsku fólkinu
sem misst hefur sína í jarðskjálftunum á Ítalíu að undanförnu.
Guð veri með þessu fólki.

Eigið góðan dag kæru vinir
Milla
.Heart

mbl.is Yfir 250 fundist látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef eitthvað gott gerist er það "guðs vilji" en ef eitthvað óskiljanlega hörmulegt gerist eins og hér, þá "eru vegir hans órannsakanlegir" Óskhyggja er barnaleg, það er enginn guð, við höfum aðeins hvort annað.

Arngrímur (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 07:56

2 Smámynd: B Ewing

Án þess að gera lítið úr þessu ægilegu hörmungum þá langar mig að biðja þig um að biðja frekar en að byðja, því það er ekki hægt að byðja (nema viðkomandi eigi við talvandamál að etja og vilji kannski "bryðja")

B Ewing, 8.4.2009 kl. 09:15

3 identicon

Góð ábending hjá þér Milla mín, sendum milda, hlýja orkustrauma til þeirra.

Kærleiksknús.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 09:32

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það má kannski segja það  Arngrímur, en ég á minn guð og einnig fullt af hvort öðru.
Vona að þér líði vel og gleðilega páska.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.4.2009 kl. 10:08

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

B Ewing takk fyrir ábendinguna, hún hefði verið nægileg, nema að þetta eigi að vera gamansemi?
Jú skemmtilegt er, að þú skulir finna þig knúin til að koma hér inn með
bara vegna stafsetningarvillu
Vona einnig að þér líði vel og eigir góða páska.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.4.2009 kl. 10:16

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín við gerum það engin efi á því
Ljós suður til þín í vormyndunina.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.4.2009 kl. 10:17

7 Smámynd: Auður Proppé

Þetta er hræðilegt að hugsa til fólksins sem hefur látist, slasast og misst heimili sín.

Knús á þig elskuleg

Auður Proppé, 8.4.2009 kl. 12:06

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Það sem er skelfilegast var að það var búið að vara við þessu en yfirvöld skelltu skollaeyrum við.

Rut Sumarliðadóttir, 8.4.2009 kl. 12:34

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rut mín oft hefur það verið þannig að yfirvöld eru ekki að sinna viðvörunum, trúa þessu ekki eða hvað er þetta?

Kveðja til þín

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.4.2009 kl. 18:06

10 identicon

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 18:08

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Hallgerður mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.4.2009 kl. 18:15

12 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Já mér finst sjálfsagt að biðja fyrir blessaða fólkinu , það getum við amk öll gert.... þetta er hræðilegt

  Ég trúi auðvitað á það sem ég vil trúa , líklega eins og aðrir.........en ég er ekkert sátt við það að einhver segji við mig ef að vel gengur að þetta sé vilji Guðs en ef að illa gengur og áföllin skella á mann að vegir Guðs séu órannsaknalegir.  

Nei,,,,,,,,,,, við vitum hreinlega ekki hvað næsta andartak, getur komið óvænt

Knús á þig Milla mín 

Erna Friðriksdóttir, 8.4.2009 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband