Hlátur eða grátur?

Það er að sjálfsögðu ekki í lagi með allt þetta gegnumsýrða
fólk, það er tekið við peningum, já og fyrir hvað og hvað átti
að gera á móti?
Í mína tíð voru þetta kallaðar mútur.
Merkilegt hvað þetta hefur viðgengist ofur lengi reyndar allar götur
eins langt aftur og ég man og lengra ef maður rifjar upp söguna.

Vitið hvað mér finnst? Jú það á ekkert að endurgreiða þessa
peninga það á að Hjálpa þeim sem minna en ekkert eiga, það á
að styrkja Þá sem eru að vinna í því að gefa fólki frían mat.

FL - Group og Landsbankinn eru hvort sem er farnir á hausinn
og þó við þurfum að borga er þessum peningum betur farið
í að hjálpa þeim sem ekkert eiga.

Er svo reið, þetta svínarí nær ekki nokkri átt.

mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

tek undi Milla mín.....sé þig kannski í næstu viku

30BEDA55-B2D0-6370-817A-081F7BF5D664
1.02.28

Hólmdís Hjartardóttir, 9.4.2009 kl. 10:35

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Segðu. ARG.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2009 kl. 10:42

3 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Góðan daginn Milla mín.. Já þetta er sannkallað svínarrí, en hefur viðgengist alllengi. Verður kannski að vana ég veit það ekki.

Gleðilega páska mín kæra, hlý kveðja í bæinn þinn.

Sigríður B Svavarsdóttir, 9.4.2009 kl. 10:42

4 Smámynd: Erna

Nú misstu þeir alla von um mitt atkvæði

Erna, 9.4.2009 kl. 10:52

5 Smámynd: Ásgerður

Skyldi þetta vera nóg til að fólk kjósi þá ekki aftur og aftur og aftur???

Kærleikur á þig frænka

Ásgerður , 9.4.2009 kl. 11:12

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hlakka til að sjá þig Hólmdís mín, þú ert svo hjartanlega velkomin
jós í daginn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.4.2009 kl. 12:08

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála Jenný mín arg arg arg, nú er bara tími á að geta sagt eitthvað annað en það.
Knús til þín og þinna á páskum.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.4.2009 kl. 12:10

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga mín viðgengist nokkuð lengi bara svo lengi sem ég man.
Ljós til þín Ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.4.2009 kl. 12:11

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna mín þeir eru löngu búmir að missa mitt og minna atkvæði,
Þú veist nú hvað ég get verið átölugóð?
Svo mínir fylgja mér eftir
Knús til þín elsku besta
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.4.2009 kl. 12:13

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásgerður mín, snemma beygist krókurinn og erfitt er að rétta hann, en mögulega er það að gerast núna ef eigi þá má fólk bara rotna í sinni eigin heimsku.
Þeir þurfa frí þessir menn.
Ljós til þín elskan og ég bið fyrir kveðjur til ættingjanna ef þú hittir einhvern af þeim.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.4.2009 kl. 12:17

11 identicon

Mér finnst þetta eiginlega orðið fyndið allt saman er bara alveg hætt að verða reið ég bara hlæ þetta er orðið svo fáránlegt að það nær engri átt.

Hafðu það gott Milla mín, knús og ljós til þín elskuleg

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 20:41

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er eiginlega ekkert sem kemur manni á óvart lengur mikið rétt hjá þér Jónína mín, ég er ekki að láta þetta ná mér nema bara svona rétt á meðan ég blogga um það.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.4.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband