Fyrir svefninn.
15.4.2009 | 20:53
Vinkonur mínar komu að vanda eins og alla miðvikudaga
Það var mikið rætt, og að þessu sinni varð til umræðu
snjóflóðin í Súðavík og Flateyri sem voru afar sorglegir atburðir
og snertu alla landsmenn, afar, einnig voru rædd gömlu gildin
sem er svo nauðsynlegt að taka sig til og kenna yngra fólkinu.
Margir kunna þau sem betur fer og það er gaman að ræða við
fólkið okkar um þau.
Smá var komið inn á pólitíkina og ég stend föst á því að kjósa ekki
þó allir í kringum mig telji mig eitthvað skrítna að ætla ekki að
nýta minn kosningarétt, en hvað er réttur, réttlæti, heiðarleiki,
sannleikur.
Hef eigi svo mjög orðið vör við þessi gildi undanfarin ár, svo ég
bara sleppi því að kjósa.
Smá úr bókinni Heimskupör og trúgirni Jón Hjaltason.
,,Sá vægir sem veit ekki meira."
Guðbjartur Jónsson.
,,Nú er ég steinhættur að sjóða í köldu."
Haukur pressari Guðmundsson á Vífilsstöðum þegar haft
var á orði, að hann syði ekki bollapörin nógu vel.
Þegar neyðin er stærst, þá verður hún ekki mikið stærri."
Guðbjartur Jónsson.
,, Það hljóta að vera þjófar hér í húsinu."
Magnús Pétursson, forstöðumaður vinnuhælisins á Litla-Hrauni,
þegar einn fanganna kvartaði undan því við hann að sér hefði
horfið dýrmætur hlutur.
Góða nótt kæru vinir
Athugasemdir
Það á að banna allt tal um pólitík og ræða frekar um áhugaverðari hluti, spillingin er komin út fyrir öll mörk.
Góða nótt og sofðu rótt.
Bailey, 15.4.2009 kl. 22:12
Góða nótt.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 16.4.2009 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.