Reiði og hefnd, ekki gott fyrir neinn

Forseti Bandaríkjanna segir er hann birtir minnisblöð CIA, um
yfirheyrslur og pyntingar yfir föngum í tíð fyrirrennara síns.

Nú er tími til að velta þessum málum  fyrir sér, ekki tími til að leita hefnda,," sagði forsetinn. ,,Við höfum farið í gegnum dimman og sársaukafullan kafla í sögu okkar. En á tímum þegar tekist er á við mjög erfið verkefni og misklíð ríkir munum við ekki hagnast neitt á því að verja orku og tíma í að leita að sökudólgum í fortíðin

Það stendur ritað einhversstaðar að þeir sem leita hefnda
finni fyrir samviskubiti yfir einhverju sem það hefur gert,
sem sagt = stjórnsemi.

Reiði = EGÓ = stjórnsemi sem þýðir að fólk vill ráða hvernig
allt er.

Þetta er margþætt og endalaust hægt að velta upp málum um
stjórnsemina, en hver og einn verður að vera einlægur og
spyrja sjálfan sig hvort hann sé að gera rétt.

Þetta á afar vel við  hjá þjóðum heims í dag, en okkur kemur
náttúrlega ekkert við nema okkar kæra Ísland, eða hvað?

Að mínu mati ættum við að láta okkur allt varða, gera það
sem þarf, en ekki í heiftar, hefndar, haturs eða reiðihug,
persónulega veit ekki sá sem þú ert að  atast út í neitt um
það svo engum líður illa nema þér.

Ég lenti sjálf í því fyrir 4 árum síðan að reiðast afar út í eina
persónu, réttilega það er viðurkennt, en haldið þið að persónan
hafi vitað eða viti af þessu, nei ekki aldeilis, hvernig átti persónan
að vita það?
Með góðri hjálp og skynsamlegri hugsun komst ég yfir þessa reiði.
Í raun kom mér gjörningur persónunnar ekki við þó um slæma lygi
væri að ræða.
Frá minni hendi var þetta EGÓ = STJÓRNSEMI.
Því það var ekki mitt að snúa þessu við.

Í dag, getur maður látið vini droppa, leitt í hliðarrennu
þá sem maður vill ekki hafa afskipti af, en hefur jafnvel treyst,
algjörlega hunsað þá sem ekki hugsa nema eina leið sjá aldrei
að þeir hafi gert neitt rangt.

Þið skuluð ekki halda að þetta sé eigi sárt, en það venst, því þú
breytir ekki neinu þarna um þó um ættingja sé að ræða.

Eins og ég hef oft sagt þá eltir maður ekki ólar við vitleysuna
hver sem hún er, sumir segja: ,,Hvernig getur þú verið svona róleg?"
Jú ég hef 66 ára reynslu og þroska, en á samt langt í land eins og
allir að verða fullkomin.

Hvernig væri að taka höndum saman hætta að leita hefnda, leysa málin
eins og best verður á kosið.

Ég veit að þetta er ekki bara svart og hvítt.
Eigið góðan dag í dag.
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bailey

Bailey, 17.4.2009 kl. 12:37

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Djúp færsla og góð Milla, get tekið undir allt. En ég vil samt sjá handjárn handa útvöldum.

Finnur Bárðarson, 17.4.2009 kl. 17:34

3 identicon

Sæl ljúfan takk fyrir daginn þú ert alveg frábær

                                                                                    egvania

Ásgerður Einarsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 17:54

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Finnur þegar búið er að dæma þá má handjárna, en var svona að meina þetta til þess að okkur liði betur, því á meðan er verið að rannsaka málin þá megum við ekki staðna, verðum að halda áfram.
Knús til þín Finnur.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.4.2009 kl. 17:56

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mikið er nú notalegt að koma í heimsókn á síðuna þína :) sendi þér nú bara líka knús úr 101 Reykjavík.

Finnur Bárðarson, 17.4.2009 kl. 18:10

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég fæddist í 101 Finnur minn það er svolítið langt síðan og þá hét það ekki einhverju númeri eins og í dag.
Takk fyrir notalegheitin.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.4.2009 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband