Fyrir svefninn.

Dagur að kveldi kominn, búinn að vera flottur dagur.
það byrjaði reyndar í nótt að Gísli fór og sótti þær mæðgur
voru þær í partý hjá Aðalheiði og Gísla að Einarsstöðum í
Reykjahverfi.
Klukkan var þá 2 og það kostaði að ég sofnaði ekki aftur
fyrr en undir morgunn og svaf svo til 10.

Ingimar og Aþena Marey komu um hádegisbilið og að
sjálfsögðu fékk hún aðeins að gera vart við sig inn í
herbergi hjá þeim, sem endaði með að þær komu fram.

Við fengum okkur saman hádegissnarl, en Ingimar var svo
að fara suður, þeir eru með bátinn í Sandgerði.

Ég var með pottrétt og núðlur í kvöldmat og borðuðum við
öll saman áður en Gísli ók þeim fram í Lauga.


Á meðan ég var að blogga kom í heimsókn hún Hólmdís
bloggvina mín, Húsvíkingur, en býr í Reykjavík það var afar
skemmtilegt að hitta hana þó ekki væri tíminn mikill sem við
höfðum til að kynnast, en afar hlý og skemmtileg er hún.

     Kvöldkyrrð á Reykjaströnd að sumarlagi

Allt er hljótt um haf og sund
hulið óttu skýlu.
Tárast nótt en grátin grund
gengur rótt til hvílu.
Meðan sólin svölu hjá
sævarbóli tefur,
litla fjólan lokar brá
leggst í skjól og sefur.


Dýrólína Jónsdóttir frá Fagranesi
(1878-1939)

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra Milla svo smá kveðja fyrir nóttina ég hef átt dásamlegan daga í dag og gær.

Við vorum í Lambhúsum í gær kom kær vinkona og með henni Lotta og í dag vorum við með Kol ef ég gæti þá hefði ég sett inn hér skemmtilegar myndir en svona er lífið mér er það bannað.

Kærleis kveðja gustarina

gustarina (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 22:22

2 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Góða nótt Milla mín... ég kíkti aðeins við hjá þér og sá að þú varst sofnum  

Sigríður B Svavarsdóttir, 19.4.2009 kl. 22:41

3 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 19.4.2009 kl. 22:50

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku besta Ásgerður mín, æði að þið skylduð eiga svona góða daga.
Hér var einnig fjör og þú veist að þið eruð alltaf velkomin.
Ljós og kærleik til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.4.2009 kl. 07:27

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga mín ég var orðin afar þreytt í gærkveldi, aðallega þreytt á verkjunum.
Ljós til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.4.2009 kl. 07:29

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kjós og gleði í þinn dag Ragga mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.4.2009 kl. 07:30

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vona að það sé allt í góðu Vallý mín
Kærleik í daginn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.4.2009 kl. 07:31

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Kveðja inn í góða viku Milla mín. 

Ía Jóhannsdóttir, 20.4.2009 kl. 07:37

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk Milla mín...það var gaman að hitta þig.

Hólmdís Hjartardóttir, 20.4.2009 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.