Að standa ekki við það sem sagt er.

Búið að gera samning um, en svo, já hvað gerist?

Barn gerir eitthvað sem það ekki má eða gerir ekki það sem
það á að gera, þá verður rekistefna um það, barninu jafnvel
refsað, barninu er alveg sama svo lengi sem það hefur frið
fyrir rekistefnunni, en að lokum kemur að því að barnið
þarf að vinna í því sem það var búið að semja um að gera.

Einnig þarf barnið að taka ákvörðun um hvað það vill gera
í frístundarmálum, oftast er engin að pína það til að taka
þátt í þessu eða hinu.
Það vill sjálft og ef það tekur ákvörðun þá verður að standa
við hana.

Það er þetta að standa við það sem maður segir sem er
stundum erfitt.
Oft á tíðum gera foreldrarnir það ekki, láta undan sjálfum
sér og börnunum þegar það hentar og hvernig eiga þá
blessuð börnin að taka mark á og alast upp út í þjóðfélagið
með þá staðfestu sem til þarf?


Það er einnig mjög mikilvægt að passa sig er börnin hlusta
á okkur tala saman, við verðum að venja okkur á að tala af
virðingu við hvort annað.

Sambúð fólks yfirhöfuð er samningur sem þarf að standa
við eða rifta á heiðarlegan máta.
Ég hef oft á tíðum orðið vör við er margir koma saman, þá er
eins og persónur noti tækifærið og segi eitthvað sem það vildi
koma á framfæri, en hefur jafnvel ekki þorað að koma fram með.
einnig að hreyta eða að upphefja sig á kostnað hins, einhvers í
vinnunni eða bara hverju sem er.
Þetta er að standa ekki við það sem samið var um.
Einnig að kunna ekki að standa í lappirnar og segja sína meiningu
beint við persónuna.
Þeir sem ekki kunna það eru lúserar, því fyrr sem þeir fatta það
því betra.

Hef komist að því reyndar fyrir löngu síðan að EGÓIÐ=stjórnsemin
er bæði neikvætt og jákvætt, eftir því hvernig persónan er sem
á bakvið stendur er.
allir vita hvað ég á við með því.

Ég hef upplifað þetta allt
.

Eigið góðan dag í dagHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Milla mín.    Eigðu góðan dag

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 09:21

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis vinkona
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.4.2009 kl. 10:12

3 identicon

Rétt mælir þú, elsku Milla mín!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 11:10

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk nafna mín, ég var svona að velta þessu fyrir mér því maður sér svo mikið af þessu í kringum sig í þjóðfélaginu í heild sinni.
Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.4.2009 kl. 11:22

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús til þín frá mér.....:0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.4.2009 kl. 12:45

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hingað fer maður í heimsókn ef maður vill lesa eitthvað af viti.

Kær kveðja

Finnur Bárðarson, 20.4.2009 kl. 17:50

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Finnur minn, vonandi kemur vit mitt eitthvað að gagni

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.4.2009 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.