Fyrir svefninn. Ráðherra fyrir misskilning.

Allt frá því að Hannes Hafstein tók við ráðherratign, fyrstur
Íslendinga, í febrúar 1904 og þar til Einar Arnórsson baðst
lausnar frá ráðherraembættinu í janúar 1917 var aðeins ein
ráðherra yfir Íslandi hverju sinni; Hannes fyrstur, þá Björn jónsson,
Kristján Jónsson, HANNES aftur, Sigurður Eggerz og seinast Einar.

Það verður að sama skapi athyglisverðara að seinasti ráðherrann
í þessari ,,einmenningsröð", Einar Arnórsson úr Grímsnesi, settist
í ráðherrastól fyrir hreynan misskilning.
Aðdragandinn var sá að Sigurður Eggerz hafði sagt af sér á vordögum
1915 og stóð í miklu stappi með Íslendingum og Dönum, sem var
reyndar ekki ný bóla, og vildi konungur ekki fallast á þær breytingar
er Íslendingar vildu gera á stjórnarskránni.
Greip konungur þá meðal annars á það ráð að boða á sinn fund þá
Einar Arnórsson prófessor, Guðmund Hannesson prófessor og
Svein Björnsson lögmann.
Þegar þremenningarnir komu heim aftur frá kóngsins Kaupinhafn,
eftir viðræður við konung, höfðu þeir í farteskinu tillögu að lausn
þrætunnar. Voru þær ræddar fram og til baka á ótal fundum,
sumum mjög leynilegum.

Meðan á þessum fundarhöldum stóð voru þremenningarnir í
skeytasambandi við  einkaritara konungs og skrifuðu þá jafnan
eftirnöfn sín í stafrósröð. Vegna stríðsins voru símskeytin á ensku
sem hjálpaði ekki upp á sakirnar. Svo kom að þremenningarnir sendu
skeyti þar sem þeir buðust til að koma með tillögu um ráðherraefni
ef konungur hefði engan ákveðinn í huga.
Kviknaði þá misskilningurinn því að í niðurlagi skeytisins var svo
komist að orði ,,... if considered necessaey we will propose
Arnorsson Bjornsson Hannesson."

Þetta skildu þeir í konungsgarði svo að tveir hinna síðarnefndu
væru að stinga upp á  ,,Arnorsson" sem ráðherra.
Var því Einar Arnórsson skipaður ráðherra Íslands og gegndi
því embætti frá 4. maí 1915 til 4. janúar 1917.

smá glens hér úr bókinni Heimskupör og trúgirni.

         ,, Í dag er 1. maí um allt land."

Þórður Þórðarson, framfærslu og bæjarfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn
í hafnarfirði, í ræðu á hátíðisdegi verkalýðsins.

,, Að lokum verður farið í stórgripasláturhúsið og þar verður
                             Forsetinn kvaddur."

Úr hátíðartexta vegna heimsóknar Ólafs Ragnars Grímssonar,
forseta Íslands í Suðurlandskjördæmi fyrir nokkrum árum.


Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband