Frillur allar tíma
22.4.2009 | 09:10
Frillur (sem þýðir ástkona gifts manns) hafa verið til svo lengi
sem sagan hefur verið rituð.
Mikil dulúð hvíldi yfir lífi þessara kvenna, þær voru oftast
heldri manna frillur og áttu þá hús og góðan fatnað, gengu í
garðinum og buðu í te.
Nú þær voru einnig bara á götunni og seldu sig hverjum sem vildi,
Þannig er það líka í dag.
Þær gera það misvel, sko ég meina peningalega, eru að sjálfsögðu
ekki allar jafn vinsælar, sumar klókar og aðrar sem hugurinn hleypur
með, þær eru ekki mjög efnaðar á neinn hátt, maður þarf að vera
klókur í þessum geira sem öðrum.
Þessi breska sem er að gefa út bók, hefur peningavit hún er líka
vinsæl og kann á þetta gott hjá henni að spila á heimsku karlanna,
en þeir hafa samt eina afsökun, þeim langaði svo í eitthvað öðruvísi.
Hver skilur það nú ekki.
Svo eru þessar sem voru heimavinnandi giftar konur, áttu friðil alveg
eins og þeir frillu. þeir fóru úr vinnunni til þessara frillna sinna og það
var leikið sér að vild. Þetta gerist allt í kringum fólk og mun alltaf gerast.
Sumar af þessum konum tóku greiðslu aðrar, og flestar tóku ekki neitt,
en eitt er staðreynd að þau voru öll afar þurfandi.
Svo er það einnig til að fólk fái sér sjortara í vinnunni, með vinnufélaga,
bara að skreppa inn á WC eða í eitthvert afskúm, karlinn búin að fá sitt,
en hún situr jafnvel eftir á WC með sárt ennið, eða reddar hún því bara.
Aðrir voru þeir og þær sem tóku sér unga frilla og frillur sumt af þessu
unga fólki var mjög ungt og skildi ekki að hér var um ofbeldi að ræða.
Hér á öldum áður var þetta bara eins og að drekka vatn hjá þeim
sem meira máttu sín og er enn hjá sumum þjóðum.
En hjá öðrum þjóðum hélt fólk þessu leyndu og er það þannig enn þá dag
í dag að sjálfsögðu því þetta er bannað.
Nú verður einhver hneykslaður á mé, en þetta eru nú bara smá staðreyndir
lífsins.
Eigið góðan dag og látið ekki traðka á ykkur, takið þátt í því sem þið
viljið sjálf ekki öðru og passið að meiða engan.
Milla
Athugasemdir
Svona er lífið Milla mín.Knús.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 09:23
Þetta er nú bara svona.
Hafðu það gott í dag Milla mín.
Anna Guðný , 22.4.2009 kl. 10:17
svona er þetta bara
Hólmdís Hjartardóttir, 22.4.2009 kl. 10:35
Knús á þig Milla mín ég er í stórum dráttum alveg sammála þessari færslu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2009 kl. 11:37
Já lífið er svona og það breytist aldrei, enda ekki í okkar verkahring að dæma, heldur bara að finnast.
Knús kveðjur
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.4.2009 kl. 11:43
Auðvitað Hólmdís og Anna Guðný, ekki verður lífið öðruvísi.
Knús til ykkar beggja
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.4.2009 kl. 11:44
Ásthildur mín, miklu er hægt að bæta við og segja frá kann maður nokkrar sannar, en segist eigi frá í bráð.
Knús kveðjur vestur til ykkar
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.4.2009 kl. 11:46
Ég sé að ég hef valið vitlaust starf, nei segi nú svona. Aldrei fengið mér sjortara í vinnunni en á ýmsum öðrum stöðum! Segi ekki meir.
Rut Sumarliðadóttir, 22.4.2009 kl. 13:38
Í Frakklandi þykir þetta sjálfsagt mál. Man eftir fyrrum forseta landsins í jarðarför með eiginkonu og frillu sér við hlið.
Finnur Bárðarson, 22.4.2009 kl. 15:28
Þegar konur eiga í hlut er talað um elskhuga sem er fallegra orð en frilla.
Finnur Bárðarson, 22.4.2009 kl. 15:34
Rut mín við höfum ekki gert það því við erum svo siðprúðar.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.4.2009 kl. 15:58
Ja hérna Milla mín, ég á ekki orð! Nei þetta er bara svona sumir þurfa meiri tilbreytingu í kynlífinu en aðrir.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 16:10
Já frakkarnir hafa og eru afar frjálslegir í ástarmálunum Finnur minn, sem er bara allt í lagi það er þeirra mál, svo finnst mér allt í lagi að daðra svo framalega sem það gengur ekki of langt, sko fyrir minn smekk.
Mér findist flottara að segja: ,, ég á mér friðil."
Kveðja Finnur minn
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.4.2009 kl. 16:13
ALLTAF sama "greddu" talið í þessari konu.
Milla jr (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 16:32
einu sinni sagði ég svona í gríni þar sem ég gekk með dóttur mína við hönd, hún aðeins fjögra ára og rölltum um götur Amsterdam að hún hefði verið mella í fyrra lífi, það væri sko alveg á hreinu.
Aldrei séð nokkurn krakka svona skíthræddan í stórborg áður og var sú stutta búin að ferðast víða og til stærri borga en Amster. Krakkinn var bara að drepast húr hræðslu og vildi bara fara heim. heheheh.....
Ía Jóhannsdóttir, 22.4.2009 kl. 18:09
Milla mín eins gott að ljósin mín lesi þetta ekki, en svo skaltu athuga að ég er mamma þín ljúfasta mín.
Mamma sem elskar þig
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.4.2009 kl. 19:33
O MY god Ía mín, getur þú laumað svona löguðu út úr þér.
Elsku snótin hefur bara ekki þolað hávaðann.
Knús til þín elskan
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.4.2009 kl. 19:36
Jónína mín var bara að sjá þig núna, elskan það fer svo lítið fyrir þér,
Þetta er bara svona það hefur alltaf verið það.
Knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.4.2009 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.