Gleðilegt sumar.

Gleðilegt sumar kæru landsmenn og takk fyrir veturinn, það
er búið að vera ánægjulegt að eiga við ykkur öll vinskap þótt
skrifin okkar hafi oft verið svona upp og niður eins og við sjálf.

Það sem ég er þakklát fyrir er sá góði hópur vina sem ég hef
eignast, sumum hef ég kynnst persónulega og aðra hitt í
stuttan tím, sem er bara yndislegt því það er svo gaman að
geta tengt bloggið við réttu andlitin.

Við erum hópur bloggara hér norðan heiða sem höfum kynnst
afar vel, hittumst við á Akureyri einu sinni í mánuði, þá er sko
mikið hlegið að öllu því skemmtilega sem er að gerast í okkar
lífi eða bara í heiminum.
Ég er þakklát fyrir þennan vinahóp sem er alveg frábær.

Suður með sjó, þar sem ég bjó í 27 ár hef ég kynnst nýjum og
eldri eru með líka og þar hittumst við er ég kem suður.

Ég veit að öll þessi vinátta er komin til að vera, og vitið af
hverju ég veit það, jú það er nefnilega svo skemmtilegt með
sanna vini að þeir eru ekki með neinar kröfur, þetta er
kröfulaus vinskapur, vona að allir skilji hvað ég meina.

Gleði og sól í nýtt sumar fyrir okkur öll
takk fyrir mig í vetur.
Milla
.
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt sumar og takk kærlega fyrir veturinn Milla mín. Þetta er að mörgu leiti búin að vera skemmtilegur vetur hérna á blogginu og svo yndislegt að kynnast manneskju eins og þér. Það verður örugglega gott sumar þar sem mér sýnist allt vera hvítt hér í efri byggðum í höfuðborginni.

Sumarljós og gleði inn í daginn.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 09:21

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gleðilegt sumar Milla mín.  Það hefur svo sannarlega verið gott að kynnast þér

Sigrún Jónsdóttir, 23.4.2009 kl. 10:00

3 identicon

Knús til þín kærleikskona.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 10:23

4 identicon

Mín kæra Milla. Búið að vera yndislegt að kynnast þér hér á þessum vettvangi og frábært að koma í heimsókn til ykkar. Við hittumst svo vonandi á mærudögunum á Húsavík í sumar. Gleðilegar sumarkveðjur frá mér og minni fjölskyldu úr Mosóunum.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 10:37

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk og sömuleiðs Milla mín.

Rut Sumarliðadóttir, 23.4.2009 kl. 14:01

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þakka ykkur öllum fyrir innlitin og sömuleiðis elskurnar mínar,
veit nú ekki hvað Vallý er að rugla með þetta snjólétta sumar
Knús og kveðjur á alla
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.4.2009 kl. 14:14

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gleðilegt sumar

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.4.2009 kl. 17:15

8 identicon

Gleðilegt sumar skvíz :) Ég man svo vel eftir þér þegar þú vannst í íþróttahúsinu í Sandgerði. Mér fannst þú alltaf svo flott og skemmtileg :)

 Sumarkveðja , Jóna Ósk :)

Jóna Ósk (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 17:38

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Jóna Ósk mín og gleðilegt sumar, er ekki allt gott hjá þér og þínum
stelpa mín, þú ert nú reyndar ekki stelpa lengur en broshýr varstu alltaf elskan
Berðu fólkinu þínu kveðju frá mér og hafðu það sem best

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.4.2009 kl. 21:20

10 identicon

Ég tel mér það til tekna að hafa kynnst þér..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 21:45

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk sömuleiðis Langbrókin mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.4.2009 kl. 22:26

12 identicon

Takk fyrir kveðjuna   Allt gott að frétta af mér og mínum.

 Knús og kram

Jóna Ósk

Jóna Ósk (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband