Fyrir svefninn.
23.4.2009 | 22:25
Sumardagurinn fyrsti að kveldi kominn, hann búin að
vera yndislegur.
Byrjuðum á því að fara fram í Lauga, tókum Aþenu Marey
með okkur, þar var opið hús og tókum við Aþena Marey
okkur til og settumst í sálfræðitíma með Sigrúnu Leu og
Guðrúnu Emilíu og var hann bara mjög góður.
Síðan ætlaði ég upp í matsal, en sú litla vildi vera lengur svo
hún sat einnig einn enskutíma með frænkunum sínum.
Þær komu svo allar og borðuðu, en við fengum Gullach-súpu
Með því dýrðlegasta heimabakaða brauði sem hægt er að fá.
Ég skal bara segja ykkur það að maturinn hjá honum Kristjáni
kokk er alltaf eins og maður sé á 5 stjörnuveitingastað.
Takk fyrir mig Kristján og annað hjálparfólk.
Má til með að tala um það, er ég kem fram í Lauga þá er eins og
ég komi í annan heim, skólastýran er frábær kona, kennarar og
annað starfsfólk hjálpa upp á að gera dvöl manns þarna, ævilega
góða. þarna hvílir andi yfir paradís sem sjaldséð er í dag.
Þau eru heppin börnin sem velja að fara að laugum í nám.
Komum heim um 2 leitið og þá sótti á mig svefn svo stífur að ég
lagðist út af og vissi ekki af mér fyrr en Aþena Marey kom inn
klukkan að verða fimm, þá sagði Gísli mér að Ásgerður hefði hringt
og ég ætti að hringja í hana í gemsann, sem ég gerði og viti menn
voru þau þá ekki bara komin til Húsavíkur og áttu bara eftir
2 mínútur heim til okkar.
Þau hafa sótt svona að mér að ég steinsofnaði.
það var sko hellt á könnuna og spjallað og haft gaman, þau fóru
síðan um 7 leitið og næst förum við til þeirra, ekki langt að fara
þau búa á Ólafsfirði, en við höfum alltaf hist á Akureyri einu
sinni í mánuði á kaffihúsi.
Takk fyrir komuna kæru vinir, því það eruð þið virkilega, sannir vinir.
Fórum svo í mat til Millu og Ingimars, hann var kominn að sunnan
í frí fram yfir helgi.
Sumarnótt 11.júlí 1993
Sumarnótt í sólareldi,
sigurtákn í himins veld.
Blessar allt sem grær og grætur
geisladýrð um bjartar nætur.
Heillar augað, hugann vekur,
hjartað örvar, sorgir hrekur.
Skin á milli skýjabakka
skartar fegurst, ljósbrot flakka.
Roða slær á turn og tinda,
tefur skuggi á lágum rinda.
Margbreytni er mikils virði,
mótar skýrast faguryrði.
Höfundur ónefndur.
Góða nótt
Athugasemdir
Góða nótt Milla mín
Erna, 23.4.2009 kl. 22:36
Gaman að sjá að fyrsti sumardagurinn hafi verið góður hjá ykkur. Sólarglennan í morgunsárið hér var kosningablekking, hellirigndi í mest allan dag. Hafði það annars gott og góða nótt.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 22:41
Nei Vallý það var ekki talað mest hlegið.
Einar minn eigðu góðan dag
Erna mín hlakka til að sjá þig um þarnæstu helgi
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.4.2009 kl. 06:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.