Draumaferð sem eigi gleymist.

Sjóðurinn vildarbörn er búin að gleðja margar barnssálir
síðan byrjað var á þessum ferðum, kemur fram í fréttinni
að 250 börn og fjölskyldur þeirra hafi farið í draumaferðina
sína.


Peggý Helgason hefur unnið sjálfboðastarf við barnadeild
hringsins í áraraðir og einnig stutt við bakið á börnum og
fjölskyldum þeirra er um langveik börn er að ræða og ekki
veitir af, Sigurður maður hennar hefur verið hennar stoð
í þessu.

Að vera með langveikt barn er ekki auðvelt það vita allir
og að búa meira og minna á sjúkrahúsinu með barnið sitt
er heldur ekki auðvelt, fyrir utan áhyggjur af barninu
kemur upp samviskubit er pabbinn verður að fara til vinnu
eða mamman þarf að sinna hinum börnunum sínum og sjá
um, að þeim finnst allt
, því málin leysast ekki af sjálfum sér.

Það er hægt að telja ýmislegt upp, en tel að allir viti þetta
sem vilja vita.
Þarna vinna og hafa unnið í mörg ár, þessi mætu hjón
Peggý og Sigurður Helgason frábært og óeigingjarnt starf.

Góða ferð í ferðina ykkar elsku börn sem fengu úthlutun núna.

Hugsum svo um hvað við sem frísk erum eigum gott
.
Heart


mbl.is Tíu vildarbörn á leið í draumaferðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hlýjar sumarkveðjur til þín Milla mín og fjölsk. koma með sunnanvindum héðan frá Stjörnusteini.    

Ía Jóhannsdóttir, 24.4.2009 kl. 07:11

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir að senda okkur vindana Ia mín
Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.4.2009 kl. 07:15

3 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Hlý sumarkveðja til þín og þinna Milla mín  ekki veitir af í kuldanum

stórt faðmlag til þín ljúfan mín.

Sigríður B Svavarsdóttir, 24.4.2009 kl. 11:27

4 identicon

Þakka þér fyrir móttökuna í gær Milla mín.

Hér ríkir algjört hundalíf á Hundahóteli egvniu er núna ein tík sem heitir ungfrú Lotta og liggur hún hér mér við hlið í sínu bæli, undir sófaborði í sínu bæli liggur herra Kolur og í sófanum sefur herra Húsbandið mitt.

Ég segi þér satt elsku Milla mín algjört hundalíf.

Kveðja til Gísla.

Ásgerður

Ásgerður (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 11:58

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir hlýjuna Sigga mín satt segir þú ekki veitir af, það er frekar kalt í þokunni.
Hlýu yfir til þín ljúfust

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.4.2009 kl. 12:05

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég sé þetta alveg fyrir mér Ásgerður mín, hundalíf er það ein bót það er hlýja frá þeim öllum.
Ljós og kærleik til ykkar beggja
Gísli biður að heilsa
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.4.2009 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband