Vilja þeir ekki í ríkisstjórn, sko VG.
27.4.2009 | 07:26
Þau ræddu lauslega um Evrópumál á fundi forystumanna
VG og Samfylkingar á heimili Jóhönnu í gær, en allt annað
var rætt frekar en Evrópumálin. Er ekki alveg að skilja þennan
skrípaleik, til hvers að ræða saman ef VG vilja ekki í viðræður
um ESB
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, og Jóhanna tókust á um málið í umræðuþætti í Ríkissjónvarpinu í gær. Þetta verður erfiðasta málið að leysa," sagði Jóhanna og tók fram að ekki væri rétt að lítið bæri í milli. Undir það tók Steingrímur, sem sagði Evrópumálin vera stórt, erfitt, óbrúað ágreiningsmál". Eins og til að undirstrika það áttu þau síðan hvöss og snörp orðaskipti í þættinum.
Eftir orðum Jóhönnu að dæma, þá hangir eitthvað á spýtunni
sanniði til. VG taka ekki viðræður í mál, eða Steingrímur talar
allavega þannig,Samfylkingin vill í umræður og það strax
Svo hún hlýtur að biðla til annarra en VG.
Var það ekki bara það sem lá í loftinu allan tímann?
En segið mér sem er nú á móti aðild: ,, Er ekki allt í lagi að fara
í viðræður því það er svo þjóðin sem endanlega ræður í
atkvæðagreyðslu um málið ekki satt?
Óbrúuð gjá í ESB-máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér Guðrún,þjóðin kaus,ef vinstri-grænir,vilja ekki allavega ræða málin og skoða hvað er í pakkanum frá ESB,þá á að sjálfsögu hún Jóhanna að taka á skarðið,og ræða við aðra flokka,sem ekki eru í feluleik með sín mál,vilja viðræður strax,ef þessi pakki frá ESB hentar okkur ekki og verður of dýr fyrir þjóðina,nú þá hættum við að sjálfsögu við að ganga í ESB,þetta eru bara könnunarviðræður,við vitum ekki hvað er í þessum pakka,Steingrímur og hans fólk hlýtur að vilja sjá hvað er í boði,ekki hafna neinu,nema við vitum hverjum við eru að hafna,Steingrímur ekki fara í sama farið og Kolbrún Halldórsdóttir,kynntu þér málin fyrst,dæmdu svo.takk fyrir.og Guðrún,ég óska þér og þínum,Gleðilegt sumar, nú er sko gott veður,alla vega hjá mér,vonandi þér líka. HA HA HA HE HE HE
Jóhannes Guðnason, 27.4.2009 kl. 07:52
Þess vegna skil ég ekki þetta pex, þjóðin kís og málið dautt.
Gleðilegt sumar til þín einnig, það er gott veður hér á Húsavík, en það vantar sólina. Hvar ert þú staddur í heiminum?
Kveðja
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.4.2009 kl. 08:12
Væri ekki nær að byrja á að spyrja þjóðina hvort hún vill fara í aðildarviðræður en að æða út í þær á mjög svo vafasömum grundvelli. Ef við lítum á úrslit kosninganna þá er náttúrulega augljóst að það eru VG en ekki Samfylkingin sem eru sigurverarar kosninganna, þeir einfaldlega bæta mun meira við sig en Samfó. Ef við svo tökum þetta saman að þá er það Samfó sem vill fara í aðildarviðræður með sína 20 þingmenn. Á móti Sjálfstæðisflokkur og VG samtals 30 þingmenn. Framsókn vill fara ef við fáum að ráða yfir sjávarútveginum sjálf og það verður maður eiginlega að túlka sem í besta falli óákveðna afstöðu ef ekki hreinlega á móti og það sama verður maður að segja um Borgarahreyfingun. Sem sagt 20 með, 30 á mót og 13 óákveðnir. Er ekki rétt að spyrja þjóðina bara beint út hvað hún vill gera áður en við eyðum hundruðum milljóna í að senda herskara sérfræðinga, stjórnmálamanna og embættismanna til að semja um eitthvað sem enginn veit hvort þjóðin yfir höfuð vill semja um.
Tek það fram í lokin að ég bý erlendis í einu af þessum "Dásemdarríkjum ESB" þar sem atvinnuleysið er töluvert meira en á Íslandi, samtryggingin samfélagsins smánarleg í samanburði við Ísland en vissulega þá eru vextirnir lægri í bönkunum og ég get notað Evrur út í búð. Verð að viðurkenna að mér finnst það ekki afgerandi um lífskjörin hér og reikna með að flytja aftur á landið kalda þegar ég er búinn með mitt nám hér.
Hjalti Finnsson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 08:26
Minni-Borg,Grímsnesi,það er fyrir austan fjall,Guðrún mín,ég skal reyna að senda ykkur á Húsavík smá sól,(ekki alla,helmingi,jöfn skipti,HA HA HA) er á leiðinni á Gullfoss og Geysir,fæ mér svo kratakaffi hjá formanni Draugamannafélaginu í baka leiðinni honum Vali á Gnýjarhóli,það er mjög skemmtilegur bóndi og mjög fróður maður,ef hann er við,þegar ég keyri fram hjá honum,ég ætlaði að athuga hvort hann hefði smá vinnu fyrir Kolbrúnu Halldórsdóttur fyrrverandi þingmanni,hann gæti þá kannski komið smá viti fyrir hana,til að skapa vinnu,þurfum við atvinnufæri,við verðum stundum að fórna smá landi undir fyrirtæki,öðruvísi koma störfin ekki,Valur væri fínn til að tala við hana,jú hann er formaður draugana,ekki satt,HA HA HA HE HE HE.
Jóhannes Guðnason, 27.4.2009 kl. 08:33
Hjalti það er auðséð á þínum skrifum að þú ert ekki að skilja þetta hér, þjóðin kaus vinstri öfl og það er krafa um að þau fari saman, en ekki sjálfstæðið með VG. Gott að heyra þína skoðun á ESB og vertu velkominn heim aftur að loknu námi.
Kveðja til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.4.2009 kl. 08:41
Ja hérna Jóhannes ég veit nú að Minni-Borg er fyrir austan fjall
kom í þessa sveit í áraraðir með mínu fólki sem þekkti vel til á Brjánsstöðum og Stærribæ, hef reyndar ekki komið á þá bæi í mörg mörg ár . Heyrðu helminga skipti eru góð og góða ferð að Gullfoss og Geysi
Val á Gnýjarhóli þekki ég ekki, en ætíð er gaman að hitta sögufróða menn.
Kveðja
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.4.2009 kl. 08:47
Ég treysti ekki Samfylkingunni til þess að leiða viðræður við ESB. Þeir hafa sýnt það að ESB ákefð þeirra er svo mikil að þeim er alls ekki treystandi til þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar. Þeir hafa sýnt það að þeir svífast einskis, meðal annars með leyniviðræðum ISG við Breta og eftirgjöf í ICESAVE bara ef við fengjum stuðning þeirra í ESB.
Hjá þeim helgar tilgangurinn einn meðalið.
Svo er annað ef farið verður i aðildarviðræður við ESB þá eru það ekki neinar könnunar viðræður eins og sumir halda. Þá verðum við fyrst að sækja formlega eftir aðild og þá fyrst geta alvöru viðræður hafist. Ég óttast að ákafir ESB sinnar muni reyna að nýta sér það að þjóðin er í sárum eftir efnahagshrunið og þess vegna muni þeir reyna að hengja einhverja einnota gulrótarpakka á ESB aðildina til þess að reyna að pranga þessum ESB pakka inná okkur.
Tilgangurinn helgar meðalið.
En við verðum að vera vel á verði. Kanski verður það ekki umflúið að það verði farið í þessar aðildarviðræður vegna þess að annars er þjóðin hálflömuð af þessu ESB kjaftæði og aldrei er tekið á allra brýnustu málum út af þessum makalausa ESB rétttrúnaði sem hér tröllríður samfélaginu.
Þá hef ég þá trú að Íslenska þjóðin muni einarðlega hafna ESB aðild og gefa þessu landráðahyski endanlega á kjaftinn !
Það er full þörf á því !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 08:56
Sæl Milla,
Jú það er einmitt það sem ég var að reyna að benda á. VG vann, samfylkingin bætir líka við sig og því er það augljóst að þjóðin var að kjósa vinstri stjórn en alls ekki að þjóðin hafi verið að kjósa ESB eins og heilög Jóhanna vill svo endilega reyna að troða inn í hausinn á okkur. Það var aðallega það sem ég var að reyna að benda á.
Held líka að fólk geri sér ekki grein fyrir að maður fer ekkert bara í viðræður við ESB svona til að athuga hvað er í boði, svona eins og maður kíkir í kjötborðið í Hagkaup. Þetta er meiriháttar ferli sem kostar gríðarlega peninga og vinnu og því að mínu mati ekkert vit að fara í þetta nema að fyrir liggi skýr krafa þjóðarinnar um slíkar viðræður.
Hjalti Finnsson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 08:58
Ég vil hvorki í eða úr ESB, fyrst vil ég fá að vita hvað er í boði, hverju við þurfum að fórna og hvað við fáum í staðinn, metið af óvilhöllum, ég er ekki til að sækja um, fá aðild og vera svo hund óánægður á eftir þegar ég sé hverjir kostirnir eru og hverjir gallarnir eru.
Einhver er ástæðan fyrir að orðrómur er uppi um að við fáum "flýtimeðferð" inn, eftir einhverju eru þeir að slægjast (en þegja um það í Brussel). Eina sem ég veit að það þarf að uppfylla einhver skilyrði til að fá inngöngu og þau skilyrði eru svo víðs fjarri í dag og það verður ekki fyrr en að þeim uppfylltum að við fáum inngöngu og getum tekið upp evruna (sem á öllu að bjarga) hver segir að það sé ekki hægt að vera með lánin í evrum en samt helv. verðtrygginguna?
En sjáum til, ég er annars þokkalega hress eftir helgina bara....farinn að huga að sumarfríi og svoleiðis (tékka á passanum og fylgjast með hitastiginu á Spáni og svo leiðis skemmtileg heit).
Sverrir Einarsson, 27.4.2009 kl. 09:51
Fyrir liggur skýr krafa þjóðarinnar um bætt ástand. Öflugan gjaldmiðil, stöðugt efnahagslíf og bætt lífskjör. Það er hugsanlegt að innganga í Evrópusambandið geti fært okkur allt þetta. Við vitum það hins vegar ekki. Við vitum ekki hvaða afleiðingar það hefði í för með sér að ganga inn í ES og við getum ekki vitað það. Með aðildar viðræðum og samningi getum við hinsvegar fyrst farið að ræða þessi mál af skynsemi og alvöru.
Það vill engin pranga skertum lífsgæðum inn á þjóðina, það vill engin koma íslendingum nauðugum inn í ES. Þeir sem eru fylgjandi aðild eru þess jafn sannfærðir að það muni koma sér vel fyrir þjóðina alla og þeir sem eru á móti eru þess sannfærðir að það muni koma sér illa fyrir þá.
Það kostar 200.000.000,- kr. að kjósa það er varla metið til fjár að vera með ónýtan gjaldmiðil. Það kostar smámuni að sækja um og fara í aðildarviðræður. Þjóðin mun á endanum taka afstöðu til þess hvort farið verði inn í ES eða ekki og ég treysti því að þjóðin kjósi það sem henni er fyrir bestu hvort sem það er að ganga inn í Evrópusambandið eða ekki.
Á meðan getum við einbeitt okkur að þeim málum sem okkur eru brýnust nauðsin að sinna núna.
Tumi Þór (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 09:52
Gunnlaugur takk fyrir þitt góða innlegg, það sem hræðir mig er að við séum fyrir löngu búin að selja okkur þannig að engin önnur leið er út úr ógöngunum, sem megin þorri landsmanna er ekki búin að gera sér grein fyrir að hellist yfir okkur á næstu mánuðum.
Kveðja
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.4.2009 kl. 10:15
Fyrirgefðu Hjalti, ég misskyldi þig, veit ég vel að þetta kostar peninga, það hlýtur að vera dýrt að fara í viðræður, sem svo þjóðin hafnar, jafnvel.
Ég alfarið á móti aðild svo það komi tært fram.
Kveðja Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.4.2009 kl. 10:20
Sverrir á ekkert að koma norður, nei bara spyr svona
Við erum einnig vel hress, kýldum okkur vel út í afmæli tengdasonarins
á laugardaginn og áttum letidag í gær.
Var ég ekki að segja það, við erum fyrir löngu búin að selja okkur
og þeir verða búnir að semja af okkur allan rétt til auðlindanna.
Fussu svei.
Kveðja
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.4.2009 kl. 10:26
Blessaður Tumi Þór auðvitað viljum við öll það sem hver og einn telur vera best og sjálfsagt eru skoðanir eins margar og kjósendur eru.
Þetta er gott innlegg hjá þér og brýn nauðsyn er á að leysa þau mál sem banka upp á bráðann
Kveðja
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.4.2009 kl. 10:31
Ég styð Steingrím, ég styð ekki aðild að ESB.. En það er í lagi að sýna þjóðina nákvæmlega kosti og galla þess að ganga í ESB. En samfylkingin er það ákveðin að ganga í ESB að ég held að þeir fari þar inn hvað sem aðrir segja.. ef það er þjóðin sem ræður held ég að við endum líka í ESB, mér hefur fundist að stór hluti borgarbúa séu hlyntir ESB því þau spá ekki nóg í því hvað landbúnaðurinn og sjávarútvegurinn okkar er okkur mikilvægur. En fólk út á landi held ég að sé lang flest á móti ESB. En annan gjaldmiðil lýst mér vel á en það eru bara til svo margir gjaldmiðlar aðrir en Evran.
Una (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 10:53
Sæl Una já okkur verður sýnt hvað er neikvætt og hvað er jákvætt við að ganga í ESB, þjóðin mun svo kjósa.
Ég þekki marga fyrir sunnan sem ekki vilja í ESB.
Kveðja
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.4.2009 kl. 11:22
Innlitskvitt og kveðjur....:0)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.4.2009 kl. 14:21
Knús til þín Linda mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.4.2009 kl. 15:20
Ef við viljum ekki hafa asklok fyrir himinn þá ræðum við málið, hvaða ótti er þetta í mönnum. Skil að menn geti verið hræddir við kóngulær en þetta skil ég ekki.
Kveðja
Finnur
Finnur Bárðarson, 27.4.2009 kl. 18:10
Finnur að sjálfsögðu verða málin rædd.
Skilurðu ef menn eru hræddir við kóngulær, ég er það nefnilega, sko ekki allar en sumar.
En ég er með fóbíu fyrir tannlæknum, er að fara í fyrramálið, það á að rífa mig á hol og ekki má ég hafa koníakspelann með mér.
Kveðja
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.4.2009 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.