Fyrir svefninn.
27.4.2009 | 20:31
Hafnfirðingar drekka mikið te
Sigurður Skúlason skrifaði sögu hafnafjarðar er kom út
1933. Hann taldi sig hafa fundið í í verslunarskjölum
hamborgarkaupmanna að Hafnfirðingar hefðu áður fyrr
flutt inn fjarska mikið te. En það kom í ljós að Sigurður hafði
ruglað saman orðunum ,,Tee" og ,,Teer" sem er tjara.
Gerðu menn grín að þessu, engin þó betur en Jón Helgason
sem orti:
Fyrst kom einn, sem breytti vatni í vín
og vann sér með því frægð sem aldrei dvín,
en annar kom og breytti tjöru í te
og tók að launum aðeins háð og spé.
Krankleiki
Eitt sinn þegar holdsveikir fyrirfundust enn á Íslandi var gefin
út bæklingur um þennan óhugnanlega sjúkdóm og voru í
honum myndir af holdsveiku fólki.
Kerling ein á Austfjörðum tók sig til og hellti terpentínu á
allar myndirnar og sagðist ekki kæra sig um að sýkjast af
þessum ófögnuði.
*********
,, Ég er bílveikur, konan mín er bílveik, krakkarnir eru allir bílveikir
og hundurinn líka. - Þetta er ættgengur andskoti."
Bóndi úr þistilfirði.
Góða nótt kæru vinir
Athugasemdir
Huld S. Ringsted, 27.4.2009 kl. 20:32
Hahaha. Góða nótt kona góð. Ertu í stöði?
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.4.2009 kl. 20:34
Ljós til þín Huld mín
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.4.2009 kl. 20:38
Jenný ég er eiginlega alltaf í stöði.
Kveðja
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.4.2009 kl. 20:44
Frábært. Glæsilegar kveðjur til þín frá okkur og góða nótt góða kona. p.s. Tannlæknar eru fólk. Gangi þér vel á morgun.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 21:18
Einar minn veit ég vel, en þeir eru monster í mínum huga, en ég ætla að reyna að vera dugleg.
Kveðjur til þinna
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.4.2009 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.