Höfundur
Tenglar
mbl.is
- Myndasíða Millu
- Pullip Myndasíða Sigrúnar og Guðrúnar
- http://123.is/641 Frábær síða gerð af bónda einum í Reykjadal.
- http://vf.is/ Suðurnesjablað
- http://245.is/ Sandgerðis fréttir
vinur
Kartöflusalat
28.4.2009 | 08:26
Þetta er salat sem ég er alin upp við að borða og beið maður
alltaf spenntur eftir því að mamma hefði snarl mat, en þá bjó
hún salatið til úr kartöfluafgöngum haft var með kaldur fiskur,
kjöt eða bara nýbakað rúgbrauð á eftir fengum við svo heita
köku, lummur eða eitthvað sætt.
Mamma var snillingur í að nýta afganga.
3 st. laukar léttsteiktir á pönnu
það sem til er af kartöflum sneitt í sneiðar
steikt með. (ekki of mikið)
salt og pipar
3 matsk borðedik
3 do sykur
3 dl vatn
soðið svona í 3 mín.
Ola! Bon apetit.
Annars á maður víst að byrja á því að segja góðan daginn.
Er bara róleg þó ég sé að fara til horor mannsins sem heitir
tannsi, fallegasti maður, svona er hann þarf ekki að opna minn
munn því þá byrjar fóbían.
Hann tjáði mér reyndar fyrst er ég fór að gott þætti honum að
ég væri hrædd við hann, þá mundi ég kannski hlýða honum,
Ja hérna auðvitað hlýðir maður eins og góðum þegn sæmir.
Hann er jú tannlæknirinn.
Elskurnar mínar þið heyrið í mér er ég næ mér á strik aftur
sem verður nú örugglega bara um kaffileitið.
Ljós og kærleik í daginn
Milla
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 832539
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslurnar
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
- Ríki heimsins eru ekkert hrifin af frelsi
- Kosningagos
- Úkraínustríðið 11 ára
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
- Sósíalistaflokkur Íslands - tilraun númer tvö!
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
Athugasemdir
Jú jú góðan tannlækna dag. Ég bið að heilsa þeim báðum (veit ekki til hvors þú ferð). Ég er líka hræddur við tannsa svo hræddur að nálægt Húsvískum tannsa hef ég ekki komið leeeeennnnnggi. En alltaf haft gaman að tala við þá utan þeirra vinnustaða enda fínustu bullarar hvor á sína vísu. Og eitt mega þeir báðir eiga að þeir eru ekki sparir á deyfingarnar svo ósparir að þó ég mætti fyrir hádegi var ég mesta basli við að tendra í íþróttablysi langt fram eftir degi stundum.
En ég á góðan tannlæknalausan dag framundan sem betur fer.....fæ bara hroll við að hugsa til lyktarinnar sem tekur alltaf á móti manni þar.
Brandarar fyrir svefninn og salat í morgunmat.....einhver sérstök meining þarna á bakvið.
Sverrir Einarsson, 28.4.2009 kl. 09:18
Oh Milla hvað ég vorkenni þér, ég þoli ekki tannlækna fæ hroll og grænar bólur þegar ég hugsa til þeirra og lyktin oj bara. Það er langt síðan ég hefði átt að mæta hjá þeim en ég þoli ekki tilhugsunina og þar sem engin annar pantar tíma fyrir mig þá bara er ég ekkert að fara.
Vona samt að þér gangi vel á hrollvekjunni.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 11:24
Láttu hann deyfa þig. Ég sest ekki í stólinn fyrr en ég er orðin svo dofin að ég finn ekki fyrir fótunum jafnvel, neip bara djók. En ég segi það satt ég þoli ekki tannsa og deyfing er naðsin þó það þurfi ekkert að gera nema kíkja upp í mann heheheh....
Ía Jóhannsdóttir, 28.4.2009 kl. 13:46
Sverrir þú ert frábær, nú er ég komin tilbaka frá Stefáni, þorði ekki til Sigurjóns hélt að allur tíminn færi í að tala um pólitík, þú kannast við það. Hann deyfði mig nú ekki meira en það við að taka úr mér 3 tennur að ég er næstum orðin eðlileg.
Nei engin sérstök meining, en hver og einn getur ráðið í það sér til gamans, annars er salatið ekki morgunmatur.
Mun skila kveðju næst þegar ég fer til hans sem er eftir hálfan mánuð.
Kveðja til þín sem endist daginn
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.4.2009 kl. 14:00
Vallý mín ég er komin heim heil á húfi, meira að segja fékk mér franskar áðan samt ekki mjög gott að borða þær svo ég endaði í skyri.
Knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.4.2009 kl. 14:02
Jónína mín þetta gekk stórslysalaust, var nærri liðið yfir mig eftir deyfinguna, en náði til að slaka á, einbeitti mér að orkunni sem ég hef aðgang að og það gekk vel upp.
Ég fór vegna þess að ég neyddist til var komin með rótarbólgu og það þurfti að taka þessar 3 tennur.
Ljós og kærleik til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.4.2009 kl. 14:06
Ía mín hann varð að deyfa vegna þess að hann var að taka úr mér, hann þurfti meira að segja að deyfa tvisvar eina tönnina.
Er jafnvel að hugsa um að leggja mig í gestaherbergið smástund.
Það er svo notalegt að vera þar inni þó ekki sé nú mikið í því, en rúmið er gott.
Ljós og kærleik til þín ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.4.2009 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.