Heimsfaraldur.


Forsætisráðherra fyrirbyggi hræðslu

Í viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu er komið inn á hlutverk ríkisstjórnarinnar, þar á meðal hvað varðar fjölmiðlasamskipti. Þar segir að meginhlutverk ríkisstjórnarinnar sé að tryggja upplýsingamiðlun til almennings og að telja kjark í þjóðina á neyðarstundu.

Það er að sjálfsögðu afar brýnt að fjölmiðlar útskíri á
mannamáli hvað um er að vera og byrji á því strax.
þeir verða að sjálfsögðu að fá fakta hjá sóttvarnarlækni.
Ég veit til dæmis ekki hvað þetta er, hvaðan hún kemur
og hvernig hún sprettur upp, hvað er til varnar,
hvað getum við gert?
Hvernig er það er þetta það alvarlegt að loka þurfi landinu,
ef svo er þá átti að gera það strax að mínu mati.

„Forsætisráðherra er ábyrgur fyrir því að ríkisstjórnin komi einhuga fram og að tryggja skilvirka upplýsingamiðlun til almennings og fyrirbyggja hræðslu. Hann ber ábyrgð á að tryggja að upplýsingar séu settar fram tímanlega, á skýran og samhæfðan hátt."

Ekki árennilegt í heimskreppunni að fá heimsfaraldur í
inflúensu ofan á allt annað sem ríkisstjórnir landa þurfa
að glíma við.
Maður hugsar nú sitt í þeim málum.
Sofnið bara ekki á verðinum eins og svo oft hefur gerst
og er ég ekki að meina þetta neikvætt til þeirra sem nú ráða
heldur hefur það komið oft fyrir að þjóð vor hefur sofnað á verðinum.

Þar segir einnig að brýnt sé að öll ráðuneyti komi að málum enda muni stjórnvöld standa frammi fyrir að taka mjög stórar og afdrifaríkar ákvarðanir. „Því er brýnt að ríkisstjórn standi sameinuð í meiri háttar ákvarðanatöku."

Gangi okkur öllum vel í þessu máli því það er grafalvarlegt.


mbl.is Forsætisráðherra fyrirbyggi hræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Var einmitt að blogga um þetta í gær. Vantar að yfirvöld komi fram og útskýri og leiðbeini fólki. Hvað getum við heima gert til að minka líkur á að við fáum hana eða fáum hana veikari?

Hafðu það gott í dag.

Anna Guðný , 29.4.2009 kl. 09:28

2 identicon

Sæl Milla.

Það er eins og þessi stjórnvöld (Landlæknisapparatið ) sé ekkert með á nótunum.

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 09:52

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sá það Anna Guðný mín og kommentaði hjá þér, en það virðist engin svara okkur vita þeir ekkert í sinn haus um þessi mál,
held nefnilega að þeir viti lítið meira en við.
Knús kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.4.2009 kl. 09:55

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Akkúrat Þórarinn minn þeir eru ekki með á nótunum hvorki í þessu eða öðru. Við borgum þessum mönnum laun svo það er ekki til of mikils ætlast að þeir viti eitthvað og tjái sig um það.
Kveðja til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.4.2009 kl. 09:58

5 identicon

Ég var að blogga um þetta Milla mín eða setja inn upplýsingar frá doktor Mercola sem ég trúi miklu frekar heldur en öllum þeim spekingum sem eru meira að hræða fólk en fræða.  Ég held að við ættum aðeins að hugsa til fuglaflensunnar, Aids og fleiri sjúkdóma þar sem fólk var hrætt upp úr skónu að óþörfu. Mercola segir að þetta sé alls ekki í fyrsta skiptið sem svínaflensa kemur upp í heiminum hann talar um 1976 sem hann var að útskrifast sem læknir.

But the key is to remain calm -- this isn't the first time the public has been warned about swine flu. The last time was in 1976, right before I entered medical school and I remember it very clearly. It resulted in the massive swine flu vaccine campaign. 

Linkurinn á alla greinina hans er neðst í blogginu mínu, en þetta er auðvitað allt á ensku.

Ég er alveg hjartanlega sammála honum með að fólk eigi að passa sig að láta hræðlsuáróðurinn fara með okkur ofan í kjallara.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 11:04

6 identicon

Ekki ofan í kjallara átti þetta að vera.

Hafðu ljúfan dag elskuleg.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 11:06

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei ég er nú ekki að hræðast þetta, en finnst það ætíð jafn skondið hvað þeir vita ekki neitt þessir menn eða eru að fela það sem þeir vita.
Það er á tæru að þeir hafa pakkað öllu niður í kjallara eftir síðustu Svínaflensuna 1976 eða kannski laumast þeir í skýrslur frá þeim tíma
Les hjá þér.
Kveðja

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.4.2009 kl. 11:39

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

"Forsætisráðherra fyrirbyggi hræðslu" eru kröfurnar á Jóhönnu ekki komnar einum of langt :)

Finnur Bárðarson, 29.4.2009 kl. 17:04

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Laukrétt Finnur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.4.2009 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.