Samlíkingar.
30.4.2009 | 07:38
Eins og ég hef oft sagt áður, dettur svona niður í mína hugsun,
sérstaklega í morgunsárið, sitjandi við eldhúsborðið maulandi á
morgunmatnum, horfandi yfir kinnafjöllin.
Kúgun
Já sem sagt kúgun á þessu og hinu, hef oft í gegnum árin
orðið fyrir og horft upp á þessa kúgun.
Við erum að rita, segja eða nota hvað annað það tjáningarform
sem við teljum best.
Einhverjir eru á móti, setja út á, argast og eða hreinlega banna
manni að tjá sínar hjartans skoðanir taka ekkert tillit til þess að
allir hafi sinn rétt til skoðunar og að tjá sig um þær.
Margir setja sig, og eða verða að gera það, í dómarasætið og
banna, jafnvel þó þeir viti ekkert hvað um er að vera í raun.
Samlíkingin sem mér datt allt í einu í hug í morgun, rita og meina:
,,Manneskjur sem lenda á skjön við rammann sem er búin til að
lifa eftir, af einhverjum sem ekkert veit um hugsun og kærleika
þess fólks sem ekki getur verið í rammanum,
þetta fólk er tekið á teppið, og letjað niður þar til það passar í
rammann."
Rétt eins og um geðsjúkrahús, eins og við sjáum í bíómyndum.
væri að ræða, þið vitið þessi sem allir eru læstir inn á og verða
að taka lyfin sín, "Annars"?
Haldið þið að þessu fólki líði vel með það? Nei því líður afar illa,
svo illa að það veikist eða þaðan af verra, af hverju? Jú að því
að það er verið að hefta tjáningarþörfina og talað við þau
eins og um peð væri að ræða, sem einhverjir allsráðandi
sjálfsetjandi maður/kona setur sig í.
Eitt sem er smá skondið, það eru ritaðar bækur og gerðar
myndir um þessi mál og öllum finnst það gott og gleðilegt.
Þarna er verið að ræða og sýna fram á, en hver er að því?
Einhverjir frægir höfundar sem ekkert hafa vit á málum.
Fyrirgefið þið öll sem látið ykkur kannski varða um þessi mál
öll, þetta er ekki neikvætt meint.
Eigið kærleik og gleði í dag.
Milla.
Athugasemdir
Situr konan við eldhúsborðið í þungum þönkum. Gott hjá þér.
Góðan daginn kæra frænka.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.4.2009 kl. 08:15
Nei elskan aldrei í þungum, bara í þönkum ótrúlegt hvað kemur upp í hugann.
Knús í daginn
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.4.2009 kl. 09:15
Fínt að láta banka í hausinn á sér Milla ekki gerir maður það sjálfur svo mikið er víst. Eigðu góðan dag og: "Róleg á dýpri pælingum!" Svo ég noti nú nýjasta unglingafrasann.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 09:23
Hallgerður mín, er alltaf róleg, en læt yfirleitt allt flakka því ég tel að það sem ég er að segja sé, sko alveg rétt, segi ætíð við barnabörnin:
,, þið vitið að amma hefur 99,9% rétt fyrir sér.
Þá kemur, já já amma það vitum við svo vel."
Knús í daginn
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.4.2009 kl. 09:33
Ég held að ég viti hvað þú ert að tala um Milla mín og er þér hjartanlega sammála, það er ekki auðvelt að vera utan rammans.
Knús
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 11:08
Nei einmitt Jónína mín, það er ekki auðvelt ekki fyrir neinn og það á ekki að vera neinn rammi, til hvers, hver á að dæma, hver á að skammta og af hverju má fólk ekki bara vera og skína eins og það er?
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.4.2009 kl. 11:27
Frábær færsla hjá þér Millan mín og ég er þér svo hjartanlega sammála.
Knús á þig elskuleg
Auður (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.