Hvað með eftirfylgdina?

Það þarf nefnilega að vera góð eftirfylgni í svona málum.
Ég sagði í einhverju kommenti í gær að yfirleitt væru þetta
2-3 ungmenni sem hefðu sig frammi og það er rétt, hin
eru svona hirðfólk sem klappar, æpir og hrósar gerendum
á eftir.
Hugsið ykkur hvað þetta er sorglegt? Hirðfólkið það sogast
inn í svona grúppur af mörgum ástæðum, ekki ætla ég að
fara að telja þær allar upp, því þetta er sorglegra en það
að maður geti ásakað einhvern, frekar einhverju.
ATH. að forsprakkarnir eiga oftast í mestu sálarkreppunni.

Flestir foreldrar eru miður sín og vilja gera allt til að barnið
þess hætti, taki sig á, verði sómabarnið, en eftir hvers höfði?

Besta eftirfylgdin að mínu mati er að huga að hvað það er
sem hrjáir barnið síðan að fara í ferlið að laga það, en með
fullri virðingu fyrir því sem barnið vill.
Ekki nota yfirgang, frekju, ekki það sem ég vill að þú gerir,
heldur hlustið á barnið ykkar og elskið það framar öllu öðru.
Fáið hjálp, þið nefnilega kunnið þetta ekki, voruð alltaf að
gera ykkar besta, vissuð bara ekki betur.
Það er engin skömm að viðurkenna það og það er heldur
engin skömm þó allir kæmust að því sem er að gerast.

Þið eruð nefnilega ekki ein um að lenda í svona málum.

Umfram allt farið rétt að börnunum því annars fáið þið
yfir ykkur endalaus vandræði.
Viljið þið það?


mbl.is Hafa játað að hafa haft sig mest í frammi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þetta hljómar bæði kærleiksríkt og skynsamt.  Tek undir hvert orð. 

Tel þó að börn/unglingar, sem ganga svona langt í grófu og úthugsuðu ofbeldi verði að vera undir einhverskonar eftirliti í nokkur ár þar á eftir.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 1.5.2009 kl. 08:36

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ Hildur Helga, það er það sem ég meina með að fá hjálp, maður kann þetta ekki sjálfur, og það þarf að hjálpa þessum börnum til að skilja hvað er rétt og hvað er rangt og þó þau hafi fengið uppeldi sem þykir sæmandi að annarra mati þá kannski hefur vantað eitthvað upp á og þau verða svo ráðvilt á vissum aldri, ef engin leiðbeinir þeim þá fara þau bara út í þennan félagsskap þar sem þau fá athygli.
Það er ekkert svart eða hvítt í þessum málum.
Hér fyrir margt löngu var ég í barnaverndarnefnd og hef allar götur fylgst með börnum.
Ég tel einnig að oftast sé best að utanaðkomandi hjálpi þessum elskum, þau hlusta betur á aðra og það er afar brýnt að maður fari á sama level og krakkarnir er maður er að hjálpa þeim.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.5.2009 kl. 08:49

3 identicon

Þetta er rétt athugað hjá þér, vandamálið felst í hjarðhegðun okkar.

Lausnin er að kenna börnum (og ekki veitir okkur sjálfum af smá uppfræðslu) - kenna drengjum að það sé karlmennska að standa upp fyrir lítilmagnann, að vernda þá veikburða, að standa upp og mótmæla óréttlæti.

Það sama gildir auðvitað fyrir kvenfólk, þessi lúsíferíska Lilith staðaltýpa sem nú er dýrkuð verður að víkja.  Það eru fleiri dyggðir til en kynþokki og peningadýrkun.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 08:52

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Herra Gullvagn, það er rétt og er hér með tekið undir það, að fræðslu þurfum við foreldrar.

Við þurfum að læra að vera við sjálf, en ekki apa eftir hjörðinni.

Takk fyrir þitt innlit.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.5.2009 kl. 09:04

5 identicon

Ég held að margir foreldrar hafi ekki hugmynd um hvað börnin þeirra eru í raun og veru að gera!  Í þessu tilfelli byrjaði þetta víst allt með "misskilningi" á MSN, hvað oft hef ég heyrt það gerast. 

Hvernig geta 17 ára stúlkur verið svo harðnaðar að fara svona með aðra mannveru, það er óhugnalegt.  Andlegt og líkamlegt einelti á að stöðva og ég vona að gerendurnir fái líka þá hjálp sem þær þurfa greinilega á að halda.

Knús í morgunsárið til þín Millan mín

Auður (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 10:02

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það getur alveg verið rétt Auður mín, en er þau komast að, þá að bregðast rétt við.
Knús til þín elskan mín

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.5.2009 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.