Þeir sem minna mega sín

Þeir sem minna mega sín er fólk sem á minna en ekki neitt
eða eru (eins og einn maður sagði á þingi ) " Þurfalingar"
Að mínu mati er þetta bara fólk eins og allir aðrir og eiga
skilið alla þá virðingu sem þeir fá sem meira mega sín.
Ég spyr nú bara hvað þýðir þetta eiginlega, meira, minna?

Dettur svo eitt í hug, það eru ómálga börnin og upp úr, eru
þau kannski eitthvað fyrirbæri sem minna má sín.
Er þau eru lítil, er talað fyrir þau, svarað fyrir þau, og eftir því
sem þau eldast, held ég í sumum tilfellum að þetta haldi áfram.
Þau eru ekki hvött til að tala eða segja sína skoðun, og ef þau
segja eitthvað, þá er jafnvel sagt, hvaða vitleysa er þetta, þér
hlýtur að misminna eða þetta var eða er ekki svona.
Þau fá sem sagt aldrei að segja sína skoðun fyrir stjórnsemi
fullorðna fólksins.

Held samt að fullorðna fólkið sé ekki að meina neitt illt með
þessari stjórnsemi, þau bara vita ekki hvað þau eru að taka mikið
og eyðileggja fyrir börnunum, letja þau í stað hvetja og það er
mörg hegðunin sem kemur út úr.

Sum börn kunna ekki með góðu móti að brjótast út úr rammanum
sem þau eru búin að vera í frá blautu barnsbeini og fara þá út í
allskonar rugl og svo eru allir alveg hissa á hvað hafi gerst með
þæga barnið sem sagði aldrei orð og foreldrarnir yndislegir í
alla staði.
Það er bara því miður ekki málið, börnin þurfa að fá að þroskast
eðlilega í frjálsræði, en með aga.

Þau börn sem fengu að njóta sín koma bara vel út, en auðvitað
eru undantekningar á öllu.

Bara smá hugleiðing um hádegisbil.
Eigið góðan dag í dag
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð hugleiðing að vanda. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 6.5.2009 kl. 11:55

2 identicon

Góðan daginn Milla mín, sannarlega er þetta rétt það er alltaf verið að reyna að stjórna öðru fólki og þá sérstaklega börnunum.

Hafðu það gott elskuleg, knús fyrir þig.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 16:04

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.5.2009 kl. 17:37

4 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Já þeir sem að minna mega sín,,,,, getur verið svo ótalmargt fólk, bæði börn og fullorðnir.. Mér amk finst það vera þannig.. Við eigum að hlúa að þeim          Og auðvitað eigum við að hlúa að öllum, fyrir utan Ríkisbubbana og Útrásarvíkinga eða þeim sem skellt hafa okkur í þessa stöðu.     Ég get ekki vorkennt þeim manni sem er kanski kominn í gjaldþrot ...sem átti flotta íbúð í RVK og kanski 2 íbúðir á Akureyri á nafni konu sinnar ??????

Ja há , ég hugsa,,,, þetta vissi eiginlega ekki hvað það átti að gera við sína peninga,,,,,,,    á meðan við erum að reyna að borga af okkar húsnæðislánum td......   Ég finn ekki fyrir vorkunn með slíku fólki sem á eignir ú´t um allt þó að það missi þær,   því að í góðærinu   sem aldrei kom hingað hlýtur þetta fólk að hafa haft ansi góðar tekjur , miða við að geta keypt þetta allt.  En mín skoðun :)

Erna Friðriksdóttir, 6.5.2009 kl. 17:54

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þeim er nú engin vorkunn, en veistu elsku Erna mín við þurfum ekkert góðæri bara sanngirni, því við höfum kærleikann
Knús til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.5.2009 kl. 19:09

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Margt til í þessu hjá þér Milla mín.

Ía Jóhannsdóttir, 6.5.2009 kl. 19:48

7 identicon

Góð. Og myndin af þér með börnunum er falleg.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 20:42

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk kæru vinkonur.
Knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.5.2009 kl. 06:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.