Skrifað í morgunsárið

Góðan daginn allir kátir og ekki kátir, sko ég er alveg kát
en þarf að fara út til að fara í þjálfun, ekki er nú veðrið til
að hrópa húrra yfir, rok og slagveðursrigning.

Aþena Marey mín sem svaf hjá okkur í nótt er ennþá í
draumaheiminum, hún sofnaði í gærkveldi í gestarúminu,
en svo vaknaði amma við einhvern bolta, sem nuddaðist
og snérist í hringi, sér við hlið, það er hennar vani að vera
helst þversum í rúminu er hún er búin að finna sér viðeigandi
holu, svo þegar hún er steinsofnuð aftur þá laga ég hana til
þannig að hún sé meira afa megin en mín megin.Tounge

Já það var nefnilega vegna anna sem ég bloggaði ekki fyrir
svefninn í gær, enda er ég að hugsa um að gefa því bara frí,
allavega fram á næsta haust.

Annirnar í gær voru að ég fékk að vanda vinkonur mínar í heimsókn
og Sigga Svavars bættist í hópinn og það var yndislegt að fá hana
við eigum örugglega eftir að hittast oftar svona til að spjalla um
okkar áhugamál.
Nú síðan voru ljósin mín í mat og einnig vinkona Viktoríu hún Birta.
Og það er ekki hægt að eiða tíma í tölvu er maður hefur svona
skemmtilegt ungt fólk að tala við.

Eigið góðan dag í dag
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Góðan daginn Milla mín,þvílíkur dagur hjá þér í gær,??(og nótt,HAHAHA) En þú mátt ekki hætta að blogga,þótt mikið sé að gera,alltaf hægt að finna sér smá tíma,hvernig á ég að fylgjast með ykkur á Húsavík,ef þú hættir að blogga,??? Það er ágætis veður sunnan heiðar ennþá,en spáinn er víst sól og mikið rok,jaghá svona er lífið,en ef veðri er vont,nú þá bloggar maður eða gera eins og þú,fá skemmtilegt fólk í kaffi,ekki satt,nú er ég hættur þessu bulli,bið innilega heilsa ykkur,og eigi þið góðan og hressan dag.

Jóhannes Guðnason, 7.5.2009 kl. 07:37

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En hve ég þekki þetta með litla bolta sem nudda sér og snúast  og eru þversum í rúminu.  Stundum eru þessir nuddpúðar tveir, og þá lætur afi sig hverfa

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2009 kl. 10:49

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jóhannes, ég ætla nú ekki að hætta að blogga en kannski minkar maður það í sumar, segðu mér eitt þekkjumst við eitthvað eða ertu bara svona hress?

Hér hefur úrkoman aðeins slotað en hvítt er fjallið í toppum.
Kveðjur til þín
Frá okkur á Húsavík.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.5.2009 kl. 11:39

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín við höfum bara einn nuddpúða hinar eru orðnar svo stórar að þær koma bara upp í til að spjalla, en þessi eini er á við marga, en afi  er oftast kominn alveg á brúnina.
Knús til þín elskan
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.5.2009 kl. 11:42

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kveðja í rigninguna og rokið, hér er sól en kalt.  kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 7.5.2009 kl. 12:35

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Ásdís mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.5.2009 kl. 15:30

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý og það ekkert smá hress, en ég var aftur á móti að vakna

Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.5.2009 kl. 15:31

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Rosalega ertu mikið að stússast alltaf Milla, færðu þér aldrei lúr? :)

Finnur Bárðarson, 7.5.2009 kl. 18:02

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei Finnur minn aldrei, en er búin að vera á netinu síðan ég vaknaði um þrjú leitið, er að skoða föt og lesa fræðsluefni, svo ég er búin að vera bara hundlöt enda ekki hægt annað, veðrið er þannig.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.5.2009 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband