Fyrir svefninn

Svona dagar með snjókomu um mitt sumar eru náttúrlega bara
óþolandi, en ég lagði mig um hádegið er við Gísli minn vorum búin
að fá okkur afganginn af þorsknum sem ég steikti í gærkveldi, sko
hann var svo nýr og góður að maður varð bara svekktur er allt var
búið af diskinum þó bakksaddur væri, vaknaði síðan um þrjú leitið og
settist við tölvuna, fór inn á Evans og valdi mér föt síðan hringi ég
suður í fyrramálið og athuga hvað er til, læt svo senda mér.

Síðan var ég aðeins að skoða vísindin um heilsuna og hvernig er hægt
að bæta hana svona aðallega með hugsunarhætti og svo þetta, ditten
og datten, eins og allir vita þá þarf að muna eftir því eins og öðru.

Við Gamla settið fengum okkur kaffisopa og heimabakað brauð með osti
síðdegis og erum þar af leiðandi ekkert búin að borða fáum okkur eitthvað
smá innan tíðar.

Úr bókinni Heimskupör og Trúgirni.

                  Jörðin hreyfist ekki

,, Dýr sem hreyfa sig hafa útlimi og vöðva. Jörðin hefur hins vegar
   hvorki útlimi né vöðva; þar af leiðandi hreyfist hún ekki."

                  Scipio Chiaramonti.

                          *****
               
                  Lincolm, verst ræðumaður í heimi

,, Við töldum það óhugsandi að jafnvel herra Lincolm sjálfur gæti
   samið ræðu svo stílljóta, svo laustengda, svo barnalega, ekki
   aðeins í uppbyggingu heldur einnig í hugmyndafræði, tilfinningum
   og skilningi. Hannhefur slegið sjálfum sér við."

   Chicado Timse um Gettysborgar-ávarp Lincolms forseta, sem hann
   flutti hinn 19 nóvember 1863, og sem fræðingar 20. aldar höfðu í
   hávegum og vísuðu til fyrirmyndar í ræðumennsku.

Góða nótt kæru vinir HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra Milla súperkona. Kasta hér með á þig og ykkur kveðjur héðan úr vorinu í Mosó. Hafið það sem allra best. Vonandi breytist úrkoman fljótt úr slyddu í rigningu...svo sól. Góða nótt kæra.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 20:16

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis á ykkur Einar minn, ætla nú bara hreint að vona það hér er allt hvítt.
Knús knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.5.2009 kl. 20:27

3 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Góða nótt.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 7.5.2009 kl. 23:25

4 Smámynd: TARA

Alltaf hressandi og skemmtilegt að kíkja hér inn...eigðu góða nótt Milla mín

TARA, 7.5.2009 kl. 23:36

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 8.5.2009 kl. 00:07

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir innlitin elskurnar, það snjóar ennþá
En maður verður víst að taka því með stakri ró
Knús í daginn

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.5.2009 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband