Áfengi að sjálfsögðu númer eitt.

Stórfurðulegur hugsunarháttur vaknar hjá mönnum er það
kemur kreppa jú þá þurfa þeir að fá huggun í vökvanum því
þeir eiga svo bágt.Crying

Þetta hefur alltaf verið svona frá ónauma tíð, ekki hef ég neitt á
móti víni, þó ég drekki það bara ekki eins og er, var samt búin
að ákveða að bæði reykja og drekka er ég kæmi á elliheimilið.Wink

En í alvöru þá er þetta til skammar um leið og maður les um
aukningu kvenna með börnin sín í kvennaathvarfið, ja vegna þess
að bóndinn hefur lúskrað á þeim, þá les maður um aukningu á
vínkaupum. Eru menn virkilega svona veikir?

Ekki nóg með það heldur fara konurnar heim aftur, því það er
ekkert hægt að gera segja þær í þessu ástandi sem kallast kreppa.
Ég taldi nú að ef um venjulegt fólk er að ræða þá ættu hjón að
standa saman og leysa málin, en ekki að maðurinn kæmist upp með að
berja bara konuna sína og jafnvel börnin, ekki er kreppan þeim að kenna
.

Afsakið útúrdúrinn frá fréttinni, en þetta bara tengist, og karlmenn
farið nú að þroskast
.


mbl.is Stóraukin sala á áfengi í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er verið að reyna að slá á áhyggjurnar.

Virkar ekki.

Veit það af fenginni reynslu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.5.2009 kl. 10:03

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Veit líka, pabbi var drykkjumaður eins og þú kannski veist, hann drakk sig fullan á hálftíma og fór svo inn í rúm og svaf úr sér skildi það nú aldrei þá en veit núna að hann var að reyna að svæfa vanlíðan.
Hann ver svo óvirkur í áraraðir áður en hann dó, elsku pabbi minn hann var besti maður í heiminum.
Ljós til þí elskan
Milla.


Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.5.2009 kl. 11:48

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er mikill flótti í fólki, vill forðast raunveruleikann, mörg börn líða í kjölfarið. Helgarkveðja norður á víkina mína.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.5.2009 kl. 17:17

4 identicon

Sammála þér þarna í einu og öllu... Og þar sem þú ert örlítið eldri en ég þá keyri ég þér um á elliheimilinu reykjandi og drekkandi...:=).. Pant fá herbergi við hliðina á þér. Eigðu góða helgi. Kv INGA

Hindi (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 18:03

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kveðja til þín Ásdís mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.5.2009 kl. 18:30

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sko Inga það yrði nú fjör ef við gætum verið saman á elliheimilinu, en því miður elskan þá ertu svo ung að það getur ekki orðið.
Knús til þín elskuleg
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.5.2009 kl. 18:32

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.5.2009 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.