Fyrir svefninn

Það er búið að vera ljúft í dag, byrjuðum á því að gera þessi
venjulegu morgunverk eins og að sjænast borða morgunmat,
aðeins að tölvast síðan í yfirreið í búðirnar, fórum fyrst í bakaríið
síðan í kjötbúðina Viðbót besta kjötbúð sem ég hef kynnst, svo í
Kaskó smá spjall í Esar blómabúðinni síðan heim í langþráðan
kaffisopa.

Gísli minn fór svo að ná í Viktoríu Ósk í skólann, en hún vildi fara
heim með vinkonu sinni og var það nú í lagi.
Um eitt leitið fór ég í fataleit, fékk heilmikið lánað heim sem ég get
hugsað um fram yfir helgi sóttum Aþenu Marey á leikskólann og
vorum að leika okkur í allan dag.
Hún skrapp aðeins heim að hitta mömmu sína, en kom strax aftur
með fatatöskuna því hún verður hér í tvær nætur.

Á morgun er fimleikasýning sem hún tekur þátt í og amma fer að
sjálfsögðu að horfa á.
Hún vildi fara sturtu áðan og var það nú í lagi allt í einu kallar hún
amma það er allt fullt af vatni ég stökk upp af stólnum með öllum
mínum hraða, og viti menn það var alveg að fara yfir þröskuldinn
á baðinu og fram á gang, hún hafði þessi elska viljað fá vatn í
sturtubotninn og stíflað með þvottapokanum, jæja það er víst
ýmislegt sem gerist hjá þessum elskum, en á meðan þau ekki slasa
sig þá er þetta bara allt í lagi.
6 stór baðhandklæði hurfu ofan í vatnið á gólfinu áður en ég gat tekið
elskuna úr sturtunni nú svo reddaði afi þessu á meðan ég þurrkaði ljósinu
mínu.

Góða nótt kæru vin
ir HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

HA HA HA HE HE HE HA,Mjög gott fyrir svefninn Guðrún mín,vonandi gengur allt vel á fimleikasýningunni,góða nótt og guð geymi ykkur,kær kveðja. 

Jóhannes Guðnason, 8.5.2009 kl. 23:56

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Skemmtileg krúttfærsla!  Sá þig alveg í anda á fjórum að vinda upp vatnið, æjæ......

Ía Jóhannsdóttir, 9.5.2009 kl. 07:38

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Jóhannes, það verður bara gaman á sýningunni, þetta er svona lokasýning eftir veturinn og verða þau í búningum, hlakka mjög til.
Kveðja í daginn þinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.5.2009 kl. 08:58

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Ía mín hélstu virkilega að ég mundi leggjast á fjórar, nei það er sko af og frá tók bara nokkur stór baðhandklæði út úr skápnum og henti á gólfið, síðan kom bjargvætturinn og skrúfaði fyrir vatnið í sturtunni og þreif allt upp og setti síðan í þvottavélina, en ég fór nú bara að dúllast við Ljósið mitt.

Ljós og kærleik í helgina þína elskan
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.5.2009 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband