Hvað er í gangi?

Ég var nú að leita af auglýsingu þar sem talað var um
þennan mann sem ætti að koma skikk á kattar og hundamál
Húsavíkur, en er búin að henda skránni sem þetta kom í.
Ég man nefnilega að mér fannst hún eitthvað miður skemmtilega
orðuð, ef einhver hefur hana þá endilega að birta hana.


Úr myndasafni.

Úr myndasafni. mbl.is/Ómar

// Innlent | mbl.is | 8.5.2009 | 18:06

Skaut heimiliskött á Húsavík

Meindýraeyðir skaut merktan heimiliskött með haglabyssu innanbæjar á Húsavík og kveðst í umboði sveitarfélagsins. Tryggvi Jóhannsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúi bæjarins, segir hann hafa gengið of langt. Þetta kom í kvöldfréttum RÚV.

Þar segir að sveitarfélagið hafi ekki gefið meindýraeyðinum leyfi til að farga dýrum með þessum hætti. Honum hafi verið uppálagt að handsama ketti til aðgreiningar og koma heimilisdýrum til síns heima

Þessi háttur sem lýst er hér að ofan er yfirleitt vinnureglan
sem farið er eftir í bæjum landsins.

Hélt svo að það væri bannað að hleypa af skotvopni innan
marka bæjarfélaga, en ef honum hefur verið upp á lagt að
vinna svona sem er náttúrlega algjörlega óviðunandi.
Ætla nú bara að vona að það útskýrist hvað þarna bjó að
baki.

Ég er sjálf með hund, hann er aldrei laus, en maður veit
aldrei hvenær blessuð dýrin taka á rás og þá sér í lagi kettir.

Ég bý á Húsavík og bara skammaðist mín er ég las þessa frétt,
þetta gæti ekki verið að gerast.
Vitið þið ekki hvaða tilfinningaböndum við tengjumst okkar
gæludýrum?

Kærleik í daginn
Milla.
Heart


mbl.is Skaut heimiliskött á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Neip ekki beint skemmtilegt til afspurnar.  Annars er ég góð í dag og sendi hlýjar kveðjur til Húsavíkur. 

Ía Jóhannsdóttir, 9.5.2009 kl. 09:41

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ljót frétt, það er ekki annað hægt að segja.  Ljúfar kveðjur inn í daginn Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 9.5.2009 kl. 09:47

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ía mín, gott að fá ylin frá þér í Prag.
Ljós í daginn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.5.2009 kl. 10:12

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún mín ljós í daginn þinn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.5.2009 kl. 10:13

5 identicon

Þetta er hræðilegt, vinkona mín lenti í því fyrir ári síðan að kötturinn hennar sem að var haltur á fæti eftir bílslys og var enn að jafna sig slapp út. Garðurinn hennar var þá ógyrtur og hann var víst í garðinum eða við mörkin á honum þegar að nágrannakonan tekur köttinn og lætur lóga honum. Þegar að vinkona mín fór svo að spyrjast nágranna fyrir um hvort að þeir hafi séð köttinn hennar þá sagði konan þetta bara blákalt í andlitið á henni, og konan vissi að þetta var kötturinn hennar, en sagðist hafa farið með hann af því að hún sá að það var eitthvað að honum....

Þessi kona hafði alltaf verið á móti því að hún sé með ketti (2) en almennt er dýrahald bannað í húsinu (ætti nú samt ekki að skipta máli með ketti þar sem að þeir nota ekki stigaganginn til að komast ferða sinna og það er ekki hávaði í þeim) enda var þetta eina konan sem að sagði eitthvað við því að hún væri með ketti. Vinkona mín var niðurbrotin svo lengi enda eru kettirnir hennar eins og börnin hennar þar sem að hún á ekki börn .

Ég og maðurinn minn  njótum ekki þeirra lukku að eiga börn, en aftur á móti eigum við yndislegan hund sem er svo sannarlega sólargeislinn í lífi okkar, ég veit hreinlega ekki hvers ég væri vís ef að einhver myndi taka sólargeislann sem veitir okkur svo mikla gleði í lífið með þessum hætti.......  

Hvernig er hægt að taka svona blákalt dýr af lífi sem að sýna manni skilyrðislausa ást og fylla heimilin af lífi og gleði ?

Gerir hann sér ekki grein fyrir því hvaða sársauka hann var að valda eigendunum og börnunum á heimilinu... Þessi maður ætti að skammast sín. Á Húsavík hverfur hann allavega ekki inn í fjöldann eins og hann myndi gera í Reykjavík, eflaust verður maðurinn litinn hornauga af bæjarbúum Húsavíkur og lækka mikið í áliti við þennan verknað - Það á maðurinn svo sannarlega skilið

Solla Bolla (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 10:32

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Solla Bolla mín þetta er ljót saga sem þú segir okkur þarna og ég spyr bara kærði hún ekki konuna, það hefði ég gert.

Til hamingju með að eiga hund Solla mín þeir gefa okkur svo sannarlega mikið, eins kisulórurnar þær eru svo tryggar.
Takk fyrir þitt innlit

Kveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.5.2009 kl. 12:53

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Silla mín það eru örugglega fleiri en hún Huld sem eru reiðir.
Þú hefur skilninginn sem átt dýr sjálf

Kærleik í Heiðarbæinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.5.2009 kl. 12:55

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hvað er gert við útlendinga? Nei, nei, bara smá grín en ljótt er að heyra þetta.

Rut Sumarliðadóttir, 9.5.2009 kl. 13:06

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég er að ræsa skriðdrekann og við Nói erum að leggja í hann norður.. grrrr

Finnur Bárðarson, 9.5.2009 kl. 16:32

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Allt í lagi fáið kaffi og mjólk er þið komið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.5.2009 kl. 17:10

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þú færð blómvönd Milla

Finnur Bárðarson, 9.5.2009 kl. 17:59

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er nú ekki dónalegt minn kæri

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.5.2009 kl. 19:47

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Þórarinn bloggvinur þinn og minn á afmæli í dag.

Vildi bara láta vita

Kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.5.2009 kl. 20:42

14 Smámynd: Erna

Ótrúlega ósmekklegt komment hér að ofan frá Rósu. Virðingarleysi við þá sem misstu kæran vin og færsluna þína. Kv.Erna.

Erna, 10.5.2009 kl. 23:15

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna mín þetta er ekki fallegt, það er verst hvað fáir lesa þetta núna.
Ljós í daginn þinn ljúfust.
Þín Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2009 kl. 06:31

16 identicon

Þetta er svo ósmekklegt og særandi fyrir dýravini að sjá svona mynd eftir umfjöllunina í færslunni hjá þér.  Ég vona að þú bendir fólki á að lesa kommentin hér í þinni næstu færslu, hér er fólk búið að lýsa sorg yfir að missa besta vininn og Rósu finnst við hæfi að setja inn svona viðbjóðslega mynd.  Megi hún skammast sín. Dýravinur.

Dýravinur (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 07:15

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dýravinur ég bara leifa þessu kommenti að vera þó það angri mig, þá fær fólk að sjá hvað sumir geta verið tilfinningalausir.
takk fyrir innlitið

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2009 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband