Fyrir svefninn

Í morgun vaknaði ég um sex, fór fram fékk mér smá snarl, svo
meðulin, var ekki í stuði í neitt annað en að fara upp í rúm aftur,
sofnaði hjá elskunum mínum sem sagt Neró til fóta Aþenu Marey
á milli og Gísli út á brún sín megin, þetta er sko king size rúm.
Vaknaði við smá kel á kinn og ein lítil sagði amma! já hvað elskan,
Hann afi er löngu farin fram, nú þá förum við líka fram, fórum beint
í skrípói, ég síðan svolítið í tölvuna, afi gaf henni morgunmat.

Klukkan 13.30 þurfti hún að mæta upp í Íþróttahús þar var lokasýning
á vegum fimleikana, var það æðislegt bæði að sjá þessi litlu sem voru
að byrja í vetur, síðan hin sem maður er búin að fylgjast með í 4 ár
það er svo gaman að sjá framförin.

Við vorum að enda við að borða pasta með ostasósu og steiktum pulsum
óskamatur hjá Viktoríu Ósk, höfum ekki keypt pulsur í heilt ár eða meira.

100_8323.jpg
Þar sem ég er ekki búin að fá myndir af mótinu þá tók ég nokkrar
hér heima. Hún er upprennandi drottning.

100_8324.jpg

Þarna er hún með peninginn sem allir fengu fyrir að taka þátt.

100_8325.jpg

Hún er bara flott.

100_8326.jpg

Þær eru yndislegar systur, og það er mikill kærleikur á milli
þeirra þó litla drolan fái nú oftast að ráða.

100_8322.jpg

Ljósálfurinn minn mátti nú varla vera að því að líta upp frá tölvunni.

Jæja nú er víst að byrja partý sem þær eru að bjóða ömmu og afa upp á
svo ég er bara hææt í kvöld.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndislegar eru þær

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 10.5.2009 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband