Magnað líf sem ég lifi.
14.5.2009 | 07:30
Já mér finnst ég lifa mögnuðu lífi, mér líður yndislega vel
þrátt fyrir hina ýmsu kvilla sem hrjá mig, verð víst bara að
sætta mig við þá.
Það sem er svo magnað er, að ég á frábæra fjölskyldu,
yndislega vel gerða og heilbrigða í alla staði, já og svo
hef ég afnot af húsinu sem ég bý í, bílnum, borga náttúrlega
mikla peninga á mánuði fyrir þessi afnot, en hef sem betur fer
frí afnot að Gísla mínum.
Má ekki gleyma, heimilið mitt er fallegt og ekki vantar heimilistækin,
svo ég tali nú ekki um hina ómissandi tölvu, já talandi um hana,
hugsið ykkur ég á mína eigin blogg síðu þar sem ég get næstum sagt
allt sem ég vill, nema einhverjum misbjóði mín orð og segi um þau
eitthvað miður skemmtilegt, þá þarf maður að loka á viðkomandi
það er að segja ef hann tekur ekki sönsum, svo er misjafnt hvað
fólki þykir um skoðanir annarra, en taldi það vera óskrifuð lög
að virða þær.
Annað kemur inn í, sem er niðurlæging á því sem maður ritar, það
er traðkað á kannski viðkvæmum blettum í lífi manns.
Margir hafa lent í þessu og þar á meðal ég, lítið er hægt að gera
jú loka á þetta fólk, en það heldur áfram á öðrum vettvangi og
svo eru tölvur út um allt, sem hægt er að fara í.
Allt heiðarlegt, vel gert, og hjálpsamt fólk hættir bara á þessum
vettvangi, fer annað með það sem það er að gera með tölvunni,
sem sagt að hjálpa sjálfum sér og öðrum.
Hér á mörgum síðum fer fram gott starf, því ef einhver á erfitt
vegna veikinda, ef þarf að biðja fyrir fólki, þá er þessi vettvangur
afar góður því mörg ljós og margar bænir gera eitt stórt, en
það er líka hægt að færa þetta á póstinn, ekkert mál og er það gert
í afar viðkvæmum málum.
Mér var sögð ljót saga hér um daginn, þið vitið að ósómann fær
maður á silfurfati, það hefur ævilega verið þannig.
Þegar búið var að segja mér söguna, varð ég svo þakklát, því
hún draup af mér sem um tæra vatnsdropa væri að ræða, og
ég fann hvað ég varð frjáls og laus við að taka þetta inn á mig.
Ég vona bara að þeir sem eru bitrir í sálinni sinni leiti sér hjálpar
svo þeir geti lifað góðu lífi.
Fyrir mitt leiti er ég mjög hamingjusöm og þakklát,óska öðrum þess
sama.
Ljós og kærleik á línuna
Milla
Athugasemdir
Góðan dag Milla mín!
Takk kærlega fyrir að deila þessu með okkur, þetta var yndisleg hugleiðing.
Kær kveðja, elsku nafna
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 08:08
Góðan dag Milla mín,falleg hugleiðing og skemmtileg,gott svona í morgunsárið,það sem ég átti við í gær er,(auðvita Gísli þinn,HA HA HA) eigi þið öll bæði þú og þínir og allir á Húsavík,mjög góðan og fallegan dag, kær kveðja,konungur þjóðveganna.
Jóhannes Guðnason, 14.5.2009 kl. 08:22
Lífið er yndislegt,,stundum skrítið, en það er bara gaman. Ef ég ætlaði að taka allt inn á mig sem ég heyri, þá væri ég bara í þunglyndi og það vil ég ekki
Eigðu góðan dag frænka
Ásgerður , 14.5.2009 kl. 08:39
Góðan daginn Millan mín
Fín hugleiðing í morgunsárið, þú ert yndisleg.
Knús og kærleik í daginn þinn
Auður (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 08:57
,,Og draup af mér sem tær vatnsdropi", flott sagt Milla mín.
Hlý kveðja inn í góðan dag.
Ía Jóhannsdóttir, 14.5.2009 kl. 11:03
Þetta var notaleg hugleiðing að morgni dags. Óþverrann á silfurfati..á mínum vinnustað er mikið nag ..ég hef fyrir löngu bannað þeim að koma með slíkt til mín og þeir virða það. Mér eru bara sagðar skemmtisögur.
Maður þarf bara að stoppa þetta en ekki þar fyrir þá fékk ég senda ljóta sögu um daginn og í gegnum moggablogg.
Eigðu góðan dag mín kæra
Ragnheiður , 14.5.2009 kl. 11:05
Eigðu ljúfan dag í blíðunni. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2009 kl. 12:37
Kæra nafna mín í eyjum, þakka þér fyrir og eigðu yndislega daga.
faðmlag til þín ljúfa kona
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.5.2009 kl. 12:52
Knús í góða ferð Vallý mín
Milla
Jóhannes takk fyrir þitt innlegg í minn ekki skilning og farnist þér vel á vegum landsins.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.5.2009 kl. 12:54
Rétt hjá þér frænka mín, enda erum við nú ekki að taka inn á okkur nema manni getur stundum sárnað.
Faðmlag til þín elska
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.5.2009 kl. 12:55
Takk Auður mín og eigðu góðan dag elskan mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.5.2009 kl. 12:56
Þú ert algert krútt. Og hana nú!
Rut Sumarliðadóttir, 14.5.2009 kl. 12:56
Silla mín ég kannast við rokið hjá ykkur.
faðmlag í Heiðarbæinn
Milla og Gísli
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.5.2009 kl. 12:57
Ía mín ljúfasta kona, ég dáist af þér alla daga þú ert bara perla.
Faðmlag til þín og þinna
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.5.2009 kl. 12:59
Ragga mín óþverrinn sem ég fæ á fatinu er einnig af moggabloggi, las það ekki sjálf enda skiptir það ekki máli.
Ljúfust þú talar um að stoppa þetta, en hvernig mundir þú vilja gera það?
Faðmlag til þín
Milla
Ásdís mín ég ætla sko að njóta dagsins.
knús til þín
Milla
Rutla mín það ert þú sömuleiðis
Faðmlag til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.5.2009 kl. 13:03
Falleg færsla hjá þér. Gaman að sjá einhver skrifa eitthvað fallegt til tilbreytingar.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.5.2009 kl. 13:47
ég hef beðið um að fólk hætti slíkum sendingum og það hefur orðið við því en það kannski dugir ekki á allt.
Ragnheiður , 14.5.2009 kl. 13:59
Þakka þér Nanna Katrín, það er svo leiðinlegt að vera neikvæður, það er mér ekki eðlislægt að vera þung, sem betur fer
takk fyrir innlitið
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.5.2009 kl. 21:31
Ragga mín það er gert eins og ég fer fram á eða þannig, en það heldur áfram á öðrum síðum þaðan fæ ég það á silfurfatinu.
Knús til þín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.5.2009 kl. 21:33
ó þú meinar...æj þetta er svo leiðinlegt
Ragnheiður , 16.5.2009 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.