Fyrir svefninn
14.5.2009 | 22:29
Æ, ég er alltaf að segja þetta sama, en svona er þetta bara
hjá mér, alla daga nokkuð gott.
fór í morgun í þjálfun og það var bara skemmtilegur tími í salnum
Fórum síðan heim fengum okkur morgunkaffi og að sjálfsögðu
brauð með.
Dóra var búin að bjóða okkur í mat, englarnir mínir á laugum
voru að klára prófin og áttu það svo sannarlega skilið að fá
gott að borða.
Við fórum og keyptum smá gjöf handa þeim, nesti handa mér
hafði ekkert borðað síðan í morgunkaffinu, ókum svo af stað
fram í Lauga.
Ég var nefnilega upptekin við að opna mail og facebook síðu
fyrir Gísla, það var ekki alveg að ganga upp svo ég varð að
knékrjúpa fyrir englunum mínum, þeim finnst nú amma gamla
yfirleitt afa klár(vonandi lesa þær ekki þetta) en þarf
stundum á þeim að halda.
Nú Neró fékk þrifa og dekurbað hjá þeim og ilmar núna eins
og ilmvatnsbúð. hann fékk líka kjúklingabringu soðna að borða
og var ekki lengi með hana.
Hérna er Neró prinsinn á heimilinu.
Held ég fari senn að sofa
hastar frekar, þreytt ég er,
má ei svíkja, því sem ég lofa
að ganga aldrei fram af mér.
Góða nótt kæru vinir
Athugasemdir
Mér heyrist þú eiga frábærar ömmudætur. Og svakalega er Neró sætur. Kvitt og kveðja.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 14.5.2009 kl. 23:55
Já Dúna mín þær eru allar alveg yndislegar og Neró er bara prins
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.5.2009 kl. 08:04
Ía Jóhannsdóttir, 15.5.2009 kl. 08:18
Ljós til þín Ía mín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.5.2009 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.