Við eigum ekki að sitja undir einhverju tilskipunarvaldi.

Er þetta ekki frábær setning, svo mælti Gylfi Magnússon,
í sambandi við AGS, hann er ekki sammála þeim um
svigrúmið til vaxtabreytinga.
En vitið þessi setning á svo vel við í öllum samskiptum fólks.

Eins og ég hef sagt áður þá eigum við að ræða málin en ekki
að sitja einhliða undir annarra tilskipun.

Þegar fólk vill skilja, að við ráðum yfir okkar lífi, að við með
aðlögun og viðræðum getum látið málin ganga upp án þess
að sitja undir ámælum fyrir okkar skoðanir, að við getum verið
stolt, og það heitir ekki að láta undan heldur að gera sátt um,
því þar sem margir stjórna þar verður að vera málamiðlun,
þetta á við í öllum okkar gjörðum í lífinu.

Munið bara að sitja ekki undir, fá ekki minnimáttarkennd og gefa
ekki eftir á grunni reiðinnar, því þá ráðum við ekki lengur.

Arðsemi meiri þar sem konur eru við stjórn, svo sammála er ég
þarna, enda sýnir nýleg könnun, sem gerð var og okkur birt
á vegum Creditinfo, staðreyndir þar um.

Smá krúttsaga af Neró hundinum okkar.

Hér á dögunum voru hjá mér konur, sátum við í stofunni eftir að
vera búnar að gleðjast yfir kaffi og brauði.
Neró á sitt sæti í einum sófanum, en þar settist Aðalheiður og
hoppaði Neró til hennar, þau eru miklir vinir, síðan kemur Gísli
minn inn og sest í sófann þá var hann á milli.
Hann hoppar niður á gólf og vælir eins og hann vilji fara út,
Gísli stendur upp og fer fram í vaskahús til að láta hann út þar,
en það var nú ekki það sem hann vildi, um leið og afi var farinn
stökk hann upp í sófann hjúfraði sig upp við Aðalheiði og teygði
vel úr sér, er afi kom leit hann á hann eins og hann væri einhver
þjónn, og væri að segja við hann, hér er ég afi minn, sestu bara
hjá ömmu sem hann jú gerði.
Svo segir fólk að dýrin séu vitgrönn.
Neró okkar er bara flottur.

Nú skulum við eiga yndislegan dag í dag, veðrið hér á Húsavíkinni er
sól, smá gola, hitinn eitthvað um 15° á mælirinn svo dagurinn lofar
góðu.
Ljós til ykkar allra
MillaHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband