Fyrir svefninn.
18.5.2009 | 20:37
Í gær fengum við góða gesti sem voru Huld , Halli og Eva
vinir okkar frá Akureyri, mikið spjallað og hlegið.
Englarnir mínir á Laugum, hringdu og ætluðu að koma til
okkar í nokkra daga, afi fór náttúrlega strax að ná í þær.
Þær hittu fólkið sem þær þekkja reyndar vel.
Nú þær elduðu svo kvöldmat og ég bjó til salat með osti og
það var æði.
Áttum síðan góða kvöldstund þar til gamla settið fór að sofa.
Í morgun fór ég í síðasta tíman hjá tannsa, á bara að koma í eftirlit
í haust, mikið var ég fegin er það var búið, en verð að viðurkenna að
þessi tannlæknir sem heitir Stefán tók bara úr mér hræðsluna við
tannlækna og þurfti nú mikið til þess, takk fyrir mig.
Um hádegið fór ég í þjálfun ekki skemmdi það nú daginn er reyndar
tvisvar í viku allt árið fyrir utan einn mánuð í sumarfrí og svo jóla og
páskafrí.
Þær fóru síðan klukkan tvö að ná í litlu frænku sína á leikskólann og
var hún í skýjunum er hún kom hingað heim með þeim.
Milla og Viktoría komu svo og við borðuðum saman steiktan fisk.
Þær mæðgur eru farnar heim, ég aðeins í tölvunni, svo fer ég bráðum
að hvíla mig.Bjartar nætur
Úti er sólskin og allt er svo bjart,
aldrei ég litið hef fegurra skart.
Regnbogi í fjarska og fjöllin svo blá,
sú fegurð er mikil sem skaparinn á.
Albjartar nætur og allt er svo hljótt,
engan það svíkur að vaka eina nótt.
Horfa á sólina hníga í sjá,
Himnesk er dýrðin sem skaparinn á.
Að morgni rís dagur með döggvota brá,
dásamlegt finnst mér að horfa það á.
Andvarinn bærir hin iðgrænu strá,
alla þá dýrð sem skaparinn á.
Bergdís Jóhannsdóttir, Búlandi Skaftártungu
( Frá Giljum, F 1948)
Góða nótt kæru vinir
Athugasemdir
Daginn Milluskott segir ein nývöknuð og nokkuð "fersk" svona miðað við aldur og fyrri störf. Hér er sumarið komið með öllum sínum fyrirheitum.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 07:32
Daginn elskuleg, hér er andkalt inn um gluggann til mín, en held að sólin sé að brjóta þokuskítinn af sér.
faðmlag til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.5.2009 kl. 07:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.