Kvöldsaga.
22.5.2009 | 21:25
Við gamla settið fórum náttúrlega að versla fyrir Dóru, en
hún var að vinna til 17.00 í dag svo eiginlega átti ekki að
halda upp á afmælið,
en við ákváðum að koma þeim á óvart.
Fyrst náðum við í Aþenu Marey á leikskólann, Viktoría Ósk kom
hún ætlaði með okkur, en Aþena Marey var að fara í afmæli
klæddum hana upp á og skutluðum henni í afmælið og
rendum síðan fram í Lauga.
Ég eldaði kjúklinga-pastarétt í rjómasósu, snittubrauð með.
Dóra bakaði súkkulaðiköku með frosting, sko ekki minn smekkur,
en ég kom einnig með kleinur svo ég fékk mér þær með kaffinu á eftir.
Konfekt flæddi á borðum, hún var svo heppin að fara á styrktar-uppboð
fyrir rennibrautina í sundlaugina að Laugum.
Byrjaði hún að bjóða í og fékk fyrsta kassann á 3.500 fullann af kexi,
kaffi, te, og sælgæti, heppin þar þessi elska
Það var yndislegt hjá okkur, alltaf sama róin yfir öllu hjá
henni Dóru minni.
Systur saman í tölvunni áður en farið var af stað.
Hún var svo fín Viktoría Ósk í öllu nýju einnig jakkapeysu sem
Óda amma prjónaði, verð að sína ykkur mynd af henni seinna
í þeim fötum, fórst fyrir í dag.
Afi að hjálpa Aþenu Marey úr bílnum, hún er að fara í afmælið.
Æi það tókst ekki að ná pakkanum, en hún er yndisleg.
Við borðuðum í stofunni, það voru svo mikil læti í hrærivélinni
sem var á fullu að gera frosting.
Viktoría Ósk og Dóra mín.
Þær máttu nú varla vera að því að líta upp, pastarétturinn
var svo góður, enda eldaði ég hann
Afi og þær, við vorum að horfa á nágranna.
Þessi yndislegi dagur að kveldi kominn og ætli maður horfi svo
ekki smá á fegurðarsamkeppnina, og þó, held að ég fari bara
að sofa á mínu græna.
Eins gott að vera hress annað kvöld við erum að fara í útskriftarveislu.
Góða nótt svona er þið farið að sofa
Athugasemdir
glæsilegt
Hólmdís Hjartardóttir, 22.5.2009 kl. 21:33
Ekkert smá flott hjá ykkur, annars var ég að uppgvötva að maðurinn minn er náskyldur þessum afmælistvíburum þínum.
Kvitt og kveðja.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 22.5.2009 kl. 21:58
Hólmdís mín þetta var bara flott.
Knús í daginn þinn
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.5.2009 kl. 09:06
Dúna mín hvaðan er þinn maður, þær eru bæði ættaðar úr Núpasveitinni
í föður, eins var móðurafi þeirra ættaður frá Grímshúsum í Aðaldal.
Hvenær skyldum við nú hittast til að ræða saman, það er alltaf heitt á könnunni.
Ljós í daginn
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.5.2009 kl. 09:13
Takk Vallý mín
Ljós til þín ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.5.2009 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.