Kvöldsaga.

Við gamla settið fórum náttúrlega að versla fyrir Dóru, en
hún var að vinna til 17.00 í dag svo eiginlega átti ekki að
halda upp á afmælið,
en við ákváðum að koma þeim á óvart.InLove
Fyrst náðum við í Aþenu Marey á leikskólann, Viktoría Ósk kom
hún ætlaði með okkur, en Aþena Marey var að fara í afmæli
klæddum hana upp á og skutluðum henni í afmælið og
rendum síðan fram í Lauga.

Ég eldaði kjúklinga-pastarétt í rjómasósu, snittubrauð með.
Dóra bakaði súkkulaðiköku með frosting, sko ekki minn smekkur,
en ég kom einnig með kleinur svo ég fékk mér þær með kaffinu á eftir.
Konfekt flæddi á borðum, hún var svo heppin að fara á styrktar-uppboð
fyrir rennibrautina í sundlaugina að Laugum.
Byrjaði hún að bjóða í og fékk fyrsta kassann á 3.500 fullann af kexi,
kaffi, te, og sælgæti, heppin þar þessi elskaTounge

Það var yndislegt hjá okkur, alltaf sama róin yfir öllu hjá
henni Dóru minni.

100_8392.jpg

Systur saman í tölvunni áður en farið var af stað.InLove
Hún var svo fín Viktoría Ósk í öllu nýju einnig jakkapeysu sem
Óda amma prjónaði, verð að sína ykkur mynd af henni seinna
í þeim fötum, fórst fyrir í dag.

100_8394.jpg

Afi að hjálpa Aþenu Marey úr bílnum, hún er að fara í afmælið.InLove

100_8395.jpg

Æi það tókst ekki að ná pakkanum, en hún er yndisleg.InLove

100_8396.jpg

Við borðuðum í stofunni, það voru svo mikil læti í hrærivélinni
sem var á fullu að gera frosting.
Viktoría Ósk og Dóra mín.

100_8397.jpg

Þær máttu nú varla vera að því að líta upp, pastarétturinn
var svo góður, enda eldaði ég hannGrin

100_8398_851845.jpg

Afi  og þær, við vorum að horfa á nágranna.

Þessi yndislegi dagur að kveldi kominn og ætli maður horfi svo
ekki smá á fegurðarsamkeppnina, og þó, held að ég fari bara
að sofa á mínu græna.
Eins gott að vera hress annað kvöld við erum að fara í útskriftarveislu.

Góða nótt svona er þið farið að sofa
HeartSleepingHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

glæsilegt

30BEDA55-B2D0-6370-817A-081F7BF5D664
1.02.28

Hólmdís Hjartardóttir, 22.5.2009 kl. 21:33

2 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Ekkert smá flott hjá ykkur, annars var ég að uppgvötva að maðurinn minn er náskyldur þessum  afmælistvíburum þínum.  

Kvitt og kveðja.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 22.5.2009 kl. 21:58

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hólmdís mín þetta var bara flott.
Knús í daginn þinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.5.2009 kl. 09:06

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dúna mín hvaðan er þinn maður, þær eru bæði ættaðar úr Núpasveitinni
í föður, eins var móðurafi þeirra ættaður frá Grímshúsum í Aðaldal.
Hvenær skyldum við nú hittast til að ræða saman, það er alltaf heitt á könnunni.
Ljós í daginn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.5.2009 kl. 09:13

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Vallý mín
Ljós til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.5.2009 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband