Morgunhugleiðing

Sit hér nokkuð súr, var búin að rita heilmikla færslu og dettur
ykkur nokkuð í hug hvað gerðist, jú ég gleymdi að vistaAngry

Allir hafa heyrt um heilaþvott, en kannski halda margir að
það sé eitthvað sem ekki sé að gerast hjá þeim eða öðrum
í þeirra lífi.
Jú akkúrat það er að gerast allsstaðar.
Manneskjur sem eru teknar og smá saman heilaþvegnar af
skoðunum þeirra sem eru EGÓIÐ = STJÓRNSEMI.
það er meira en skoðanir, það er hvernig þeir vilja að börnin
til dæmis hugsi til og um aðra, þau fá ekki að mynda sér sína
eigin skoðun á neinu.
Svona Egóistar eru mestu lygarar heimsins því til að heilaþvo
geta þeir ekki sagt sannleikann, hann er of fallegur.

Sem betur fer tekst ekki alltaf að ger-heilaþvo og þá brjótast
þessi börn út, en hvenær og hvernig? Stór spurning.

Oftast gerist það á unglingsárunum, og hjálpi mér, það er ekki
gott, börnin leiðast út í alls konar vitleysu og þeir sem stjórnuðu
mega oftast bara hoppa upp í afturendann á sér, enda þeim
það mátulegt, það er, ef þau geta það.
Örugglega einhverjum öðrum að kenna hvernig komið er, en
stjórnandanum.

Sumir halda áfram að vera stiltir og fylgja eftir, eiginlega bara
til að halda friðin, en einhverntímann kemur að uppgjörinu,
eigi verður það fagurt, hvorki fyrir sálartetrið eða stjórnandann.

Faðmlag á línuna
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Góðan daginn Milla mín kannski maður fari að vera aðeins hérna inni á mbl blogginu eftir langa fjarveru knús inn í daginn þinn

Brynja skordal, 24.5.2009 kl. 10:38

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Brynja mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.5.2009 kl. 10:57

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur....:)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.5.2009 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.