Dansmærin og súlan
26.5.2009 | 10:39
Verð bara að ræna þessari fyrirsögn Þorvaldar Gylfasonar,
sem var fyrir grein hans: ,,Saga úr kreppunni." í Fréttablaðinu
á Laugardaginn var.
Hún hefur ekki látið mig í friði þessi grein og ver ég að koma
aðeins inn á hana, vonandi leyfist mér það.
Byrjað er á þessum orðum.
Þau ár sem Norðurleiðarútan var átta eða tíu tíma á leiðinni
norður í Skagafjörð með skylduviðkomu í Fornahvammi á
Holtavörðuheiði, og enn lengur til Akureyrar, þau ár eru liðin
og koma aldrei aftur. Þegar hraundrangarnir ó Öxnadal brostu
við farþegunum inn um bílgluggana, heyrðist gamall maður segja
upp úr eins manns hljóði: Hér fæddist Jónas.
Þá gall í ungri stúlku í bílnum: Guð, er þetta Hrifla?
Þetta er svona næstum eins og kona ein fyrir margt löngu, sagði
við mig, þið komið svo við í kaffi hjá mér í Galtalæknum, en við vorum
að fara í Stikilshólm.
Það sem mér finnst alveg frábært er að lesa, eigi um svo gamlan tíma,
það er einmitt hvað allt tók okkur langan tíma hér áður og fyrr, en
flestir eru búnir að gleyma og hafa enga þolinmæði í neitt.
Þorvaldur er að segja sögubrot vinar sín, Þóris Baldvinssonar, sem
missti vinnu, heilsu og átti ekki aur er hann varð í kreppunni 1929
atvinnulaus eins og allir aðrir, lenti á sjúkrahúsi lamaður í fótum,
hann heyrði á tali tveggja lækna sem töldu hann ekki þola ferðina heim
með skipi, en í San Francico bjó hann á þessum árunum.
Stoltið kom upp í Þingeyingnum, heim skildi hann fara og koma þangað
lifandi. leið hans lá fyrst til Mexíkó, þaðan til Spánar og áfram til
Bretlands og heim, og þeir sem ekki geta gert sér í hugarlund þessa
ferð skulu vita að þetta hefur ekki verið auðvelt. Hann lifði ríku líf með
sinni konu þar til hann lést 1986.
það sem um er rætt er að hann á viljanum vann sig upp úr kreppunni,
og það munum við hin gera einnig.
Já Dansmærin og súlan: ,, það var nefnilega þannig að Þorvaldur var á
leiðinni til San Francico, hann spurði vin sinn hvort hann ætti að gera
eitthvað fyrir hann ytra,? hann færðist undan, en sagði síðan,
á Union Square í hjarta borgarinnar er súla og uppi á súlunni er dansmær,
og væri mér þökk af því, ef þú vildir vera svo vænn að taka ljósmynd af
meyunni og færa mér. hann hafði stundum setið á torginu í öngum sínum
atvinnulaus, félaus og máttlaus og horft á dansmeyna á marmarasúlunni
til að gleyma eigi fegurð heimsins."
Er eitthvað sem getur rekið á eftir okkur með að vera jákvæð, öflug,
kærleiksrík og hafa trú á okkur sjálf, en þessu saga.?
Allavega snerti hún mig og fékk mig til að muna dugnaðinn, til dæmis í
konum þessa lands langt aftur í tímann.
Við breytum ekki því sem orðið er, en ráðum hvernig við vinnum úr því.
Faðmlag til allra
Milla.
Athugasemdir
Takk fyrir faðmlagið sendi þér annað til baka yfir landið okkar fagra.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.5.2009 kl. 16:25
Einmitt við ráðum hvernig við vinnum úr því ! Þetta er mitt lífsmottó! Kærar þakkir fyrir þetta, og sterkt faðmlag til þín.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.5.2009 kl. 19:40
Takk fyrir elskurnar veit að þið eruð sammála þessu.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.5.2009 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.