Hvað heita þau svo daginn eftir?

Ég meina daginn eftir endanlegan úrskurð gjaldþrots, eða
hvað þetta er nefnt.
Veit dæmi þess að eitt slíkt hélt bara áfram að vinna eins
og ekkert væri, á nýrri kennitölu og engar skuldir, að sjálfsögðu
fóru þær með gömlu kennitölunni, tæki og tól voru leigð af ríkinu.

Alltaf hef ég verið hlynnt smáum fyrirtækjum, þau hafa gert tilboð
í stór verk þá með það fyrir augum að fá til sín undirverktaka til
aðstoðar, sum þessara fyrirtækja eru vel rekin og standa af sér
erfiðleika, en þeim er einnig treyst.
Þeirra yfirbygging er engin.

Stóru fyrirtækin þurfa einnig að vera til, þessi með stóru tækin,
miklu yfirbygginguna, flottu bílana og bara allt sem hugurinn
girnist, enda er þeim hampað mest í þeirri kreppu sem um
er talað í dag og er að sjálfsögðu.

Svo eru það þau fyrirtæki sem litla sem enga fyrirgreiðslu fá
sökum þess að það er ekki hægt að treysta þeim, þau hafa
engan fjárhagslegan bakhjarl til tryggingar því sem þeir eru
að ger, svo þau rúlla bara fyrst yfir, er það ekki annars?

Það er nefnilega meinið hér á Íslandi, það er horft fram hjá
tryggingunum sem þurfa að vera er fyrirtæki er stofnað, bara
eins og var með bankana, er þeir stækkuðu þá gleymdist að
auka tryggingarféð það sem þeir þurftu að hafa á bak við sig.

Uss! þetta er nú meiri rúllugardínan hjá mér, en eigið góðan dag
Og ég sendi öllum stórann faðm
Milla
Heart


mbl.is 85 fyrirtæki í þrot í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband