Gleðin alsráðandi.

// Kýrnar á Laxamýri komnar út í sólina.

Kátu kúnum á Laxamýri hleypt út í sólina

Í sveitum landsins er tilhlökkunarefni að setja kýrnar út á vorin enda hefur útivist ómetanlegt gildi fyrir skepnurnar sem þrá sólina, rétt eins og mannfólkið. Þá skiptir ekki síður máli að þegar kýrnar komast í nýsprottið grængresi eykst nyt þeirra stórum. Á Laxamýri í Aðaldal var kúnum hleypt út í gærmorgun eftir vetrarlanga stöðu í fjósinu og létu þær gleði sína í ljós með því að spretta úr spori, skjóta upp rassi og veifa hala.

 

Gaman, nú fer maður að sjá beljur á beit út um allt, ég er nú
svo lánsöm að búa á þessu svæði og vitið ég verð nú að segja:
,,Ætíð verð ég jafn undrandi, er við erum að fara eitthvað, til dæmis
fram í Lauga, að kaupa grænmeti á Hveravöllum, til Akureyrar eða í
skemmtiferð hérna um sýsluna, á fegurð þessa landssvæðis og ávalt
sér maður eitthvað nýtt til að dáðst að."

Það er eins er maður fer suður þá blasir fegurðin við alsstaðar og eitt
hefur árferðið fært okkur og það er að við njótum frekar þess að ferðast
um á þessu fagra landi okkar.
Það er nefnilega engin skömm að því.

Eigið góðan dag í dag. Heart


mbl.is Kátu kúnum á Laxamýri hleypt út í sólina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Það er ekki laust við að heimþráin geri vart við sig en nú styttist vonandi í að ég fái fararleyfi.

Ía Jóhannsdóttir, 2.6.2009 kl. 08:34

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er æðislegt elsku Ía mín, það er gott að komast heim til sinna svo kannski getur þú ferðast eitthvað norður á bóginn farðu bara eftir því sem þér er sagt að gera, þó ég viti það nú alveg að ekki látir þú vel að stjórn.
Bara ef þú kemur norður þá væri gaman að hitta þig elskuleg.
Kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.6.2009 kl. 10:08

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Blessuð skepnan veitir okkur  alltaf gleði. Bæði ær og kýr. Ærnar með lömbin á vorin og kýrnar þegar sumarið er að ganga í garð en bara svo þú vitir það elskan að þá eru hvergi BELJUR á beit nema í leiðinlegum  sögntextum. Stundum  kalla menn kýr beljur vegna beygingarfælni en það er önnur  saga.

Kýrnar á Laxamýri er alltaf skemmtilegar, líka þegar þarf að stoppa svo að kúarektorinn komi þeim yfir veginn, það er bara partur af prógramminu við að ferðast um landið svona rétt fyrir mjaltir. Svipað  og á haustin þegar ærnar eru reknar heim eftir réttirnar.

Sverrir Einarsson, 2.6.2009 kl. 11:37

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, það er líf á Laxamýri hjá frændfólki míni, Atli bóndi þar heitir eftir Atla afa sínum sem bjó á Hveravöllum og ég eftir Ásdísi ömmu minni á Bjargi og var hún systir Atla.  Ættir mínar eru í föðurætt úr Reykjahverfi. Langafi byggði upp Hveravelli og er ég stolt af fólkinu mínu.  Kær kveðja í norðrið fagra.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.6.2009 kl. 12:37

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Fer þá ekki einhver að hleypa mér út líka..............

Rut Sumarliðadóttir, 2.6.2009 kl. 13:41

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna bara fullt af fólki og ég var bara upptekin við að elda súpu og tala við þig Vallý mín, takk fyrir símtalið.
Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.6.2009 kl. 20:15

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Velkominn heim Sverrir, örugglega brúnn og sætur, alltaf sætur auðvitað,
Já veistu við fórum aðeins í bíltúr gamla settið í dag og sáum alveg fullt af lömbum með mömmunum sínum, hesta í breiðum, en engar kýrnar sáum við.
Kveðja til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.6.2009 kl. 20:19

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auðvitað ertu stolt af fólkinu þínu Ásdís mín eru ábúendur Hveravalla sem nú eru, frændfólk þitt? það er yndislega fallegt í Reykjahverfi.
Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.6.2009 kl. 20:22

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rut mín, er ekki búið að hleypa þér út, kem strax og geri það.
Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.6.2009 kl. 20:23

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já Milla, hann Óli sem rekur og á Hveravelli er náskyldur mér, Baldvin langafi minn sem ég sagði þér frá var afi Óla.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.6.2009 kl. 21:52

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Held að Óli sé eitthvað lítið við þetta núna sonur hans og tengdadóttir eru tekin við, held ég.
Við förum alltaf til að versla þarna það er alveg frábært að fá grænmetið svona nýtínt, allt annað bragð.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.6.2009 kl. 08:50

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, hann Palli sér meira og minna um þetta núorðið.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2009 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.