Frábært og til hamingju með daginn.
5.6.2009 | 18:05
Hópur afmælisgesta gekk hrópandi og kallandi um miðbæinn laust eftir hádegið og ýtti á undan sér sjúkrarúmi. Þórgnýr Thoroddsen sem lá í rúminu lét sér vel líka en hann sagðist hvort sem er vera á leiðinni niður í bæ. Afmælisgestirnir voru að halda upp á afmæli Hugarafls, félags notenda geðheilbrigðisþjónustu og vekja athygli í leiðinni á fordómum í samfélaginu.
Þið eruð frábær og eins og þið vitið þá segjum við á hverjum
degi: "Ég er frábær"
Til hamingju öll sem notið þessa þjónustu og vona ég að sem
flestir séu í góðum bata eða á leiðinni í hann.
Hugarafl er alveg yndislegt aðsetur fyrir alla þá sem viljavera með.
Vona ég að ráðamenn fari nú að skilja að það þarf meira fjármagn
til að geta annað þeim sem þurfa og vilja koma og fá aðhlynningu,
kærleika og samveru eða bara allt það sem þeim dettur í hug.
Herdís Benediktsdóttir einn afmælisgestanna sagði að þeir sem veiktust af geðsjúkdómum væru með sömu fordóma og aðrir í kringum þá. Það tæki mjög langan tíma að vinna úr því. Félagsmenn væru því að undirbúa komandi kynslóðir og þau börn sem kynnu að verða geðveik undir framtíðina, svo að þeirra mold verði betri.
Já það er þetta með fordómanna, þeir eru ekki síður hjá þeim
sem geðsjúkir eru, um leið og þeir losa sig við fordómana
er leiðin greið, en ég veit að ekkert er svart og hvítt, svo
róum bara að því öllum árum að uppræta alla fordóma.
Ef þið ekki vitið það, þá skal ég segja ykkur að fordómar eru
það leiðinlegasta sem ég veit.
Gefum hvort öðru faðm og kærleika.
Geðveikt far í bæinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.