Nú finn ég til.
6.6.2009 | 08:01
Lögregla stöðvar móður sem reynir að komast á slysstaðinn í Hermosillo Reuters
// Erlent | mbl.is | 6.6.2009 | 07:11Tugir barna létust í eldsvoða
Að minnsta kosti 29 börn létu lífið í eldsvoða á ABC dagvistarheimilinu í Hermosillo í Sonora héraði í norðvesturhluta Mexíkó í morgun. Óttast er að fleiri börn muni látast af sárum sínum eða finnast í rústum hússins en tugir barna voru flutt á sjúkrahús eftir brunann. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Þetta eru afar sorglegar fréttir 0g varla hægt að hugsa þetta
til enda, við höfum séð afleiðingar þær sem bruni hefur á fólk
náttúrlega eftir því hversu mikill bruninn er á líkamanum, en
hugsið ykkur bara, þau sem lifa af hvað þau eiga eftir að líða
mikið, fyrst líkamlega og svo bætist við sálarlega.
Börnin eru á aldrinum 6 mánaða til 5 ára.
Ættingjar barnanna bíða frétta við bráðamóttöku sjæukrahúss í Hermosillo Reuters
Talið er að eldurinn hafi kviknað í dekkjaverkstæði sem var í tengibyggingu við hlið heimilisins en þar var mikið af eldfimum efnum.
Við eigum gott hér á Íslandi ekki er þörf á að byggja
barnaheimili við hliðina á dekkjaverkstæði, en fátæktin er
trúlega svo mikil þarna að eigi verður á annað kosið en að
taka því húsnæði sem býðst.
Kannski finnst þetta ekkert athugavert þarna úti, hvað
vitum við svo sem um það.
Það er trúlega einnig talið eðlileg að 176 börn séu á eina
og sama dag heimilinu, en okkur mundi eigi finnast það.
Felipe Calderon, forseti landsins, hefur lýst yfir djúpum harmi vegna atburðarins en dagvistarheimilið var rekið af félagsmálayfirvöldum í landinu.
Guð veri með þessum elsku börnum og foreldrum þeirra.
Börn létust í eldsvoða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Knúsin mín hvernig væri að fara að redda þessari mynd af þér, en það má sko alveg bíða þangað til ég kem.
Faðmlag til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.6.2009 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.