Kvöldsaga.

Dagur að kveldi kominn og góður hefur hann verið, við
fengum okkur hádegissnarl um 12 leitið og ég skreið í
tölvuna heyrði svo allt í einu miklar hrotur, hann var
sofnaður í stofusófanum hann Gísli minn svo þreyttur
eftir vikuna.
Er hann vaknaði sko þá var klukkan orðin 15.30 og tími
kominn á kaffibolla, en síðan fórum við í að færa
bókaskápinn í tölvuherberginu svo nýja flotta borðið
sem ég keypti á 500 krónur já ég sagði 500 hundruð.
Komst að því að þetta er gamalt ritvélaborð, sko bara
frábært og fer vel hérna inni.

Var í morgun búin að laga Ítalíanó kjötbolludeig og það
þarf að bíða í nokkra tíma áður en maður steikir bollurnar
gerði það og þær eru komnar í frysti, mjög gott að eiga
tilbúnar að grípa til.

Bjó síðan til ferskt salat til að fara með til Millu og Ingimars
þau buðu okkur í grill, æðislegt að vanda.

Var ég búin að segja ykkur brandarann með dúkinn á borðinu
á pallinum, sko það var þannig í haust að Gísli tók dúkinn og
þvoði gekk frá dingludótinu sem þyngir hann, setti dúkinn
þar sem hann ekki fann hann aftur, hann er margbúinn að
leita, svo í kvöld tók hann sig til og fór í alla skápa, mögulega
og ómögulega allt kom fyrir ekki, enginn dúkur.

Kom hann ekki hérna inn og leit upp í skápinn sem jólaskrautið er
geymt og já já þar var dúkurinn og hló að honum, allavega þá er
hægt að setja dúkinn á borðið á morgunn.

Faðmlag til allra
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kannast sko við þetta þegar ég geng frá einhverjum dúkum þá set ég þá á svo góðan stað að ég finn þá yfirleitt ekki aftur eða að minnsta kosti ekki fyrir en jólin og páskarnir eru liðnir, samt þykist ég hafa ákveðin stað fyrir dúkana. Ja þetta er ekki svo sniðugt en verður aldrei rok hjá ykkur tolla dúkarnir á borðinu með dinglinu?

Hafðu það gott og sofðu rótt Milla mín með englunum þínum.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 00:07

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jú jú Jónína mín það verður sko rok, en borðið er inni á palli og ég hef blómaker í miðjunni, set inn myndir í kvöld.
En þetta með dúkana er aldrei neitt vandamál hjá mér, þeir eru bara á sínum stað, en Gísli minn er svona potari sem aldrei finnur neitt þó hann hafi allt í kössum frammi í geymslu.

Faðm í daginn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.6.2009 kl. 08:16

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Faðm í daginn þinn Vallý mín

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.6.2009 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband