Myndablogg.

100_8419.jpg

Þessi sjón blasir við mér á hverjum morgni er ég borða
morgunmatinn, oft eru skógarþrestir líka, en ekki með lóunni
hún er svolítið frek á hlutann sinn, en þær virðast ætla sér vissan
part af garðinum. Endurnar koma einnig til að fá sitt brauð
bara síðar að morgninum.

100_8421.jpg

Má til að sýna ykkur nýja borðið mitt sem er gamalt ritvélaborð,
vita ekki allir hvað það er? flott að hafa þetta fyrir Litla ljósið til
að lita við er tölvan er í notkun, en það er hún alltaf, en okkur
Aþenu Marey líður afar vel saman.

100_8422.jpg

Er þetta ekki bara notalegt hjá mér? Í þessum stól sem áður var
bara þarna í horninu, sitjum við oft og lesum þá er annað-hvort
okkar í tölvunni.

100_8423.jpg

Þetta er svo meiri heildarmynd á litlu holunni okkar, sem oft er
kölluð tölvuverið. Það er mjög góður andi í þessu herbergi.

100_8420.jpg

Þetta er gamalt skrifborð, sem skátarnir á Ísafirði áttu það var á
leiðinni á haugana er dóttir Gísla leit það augum og hugsaði til mín
mig vantaði svo eitthvað fyrir saumavélina, núna er hún bara sett
þarna þegar við þurfum að nota hana.
Milla mín tók það og málaði, ekki var hægt að gera það upp, orðið
of slitið.
Mér fannst það passa svo vel í milliganginum, og svo fylgir því bara
skátahugur, sem ætíð er góður.

Faðmlag inn í daginn ykkar
Milla.
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Skemmtileg og myndræn frásögn ;-) takk fyrir mig!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.6.2009 kl. 09:28

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Kósí tölvuver.  Kveðja inn í góðan dag.

Ía Jóhannsdóttir, 7.6.2009 kl. 09:33

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elskurnar og ég sendi ykkur faðm í daginn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.6.2009 kl. 10:24

4 identicon

Það er greinilega kósí heima hjá þér Milla mín enda ekki við öðru að búast. Ég fell alveg fyrir þessu málaða græna og svarta. Hafðu það gott elskuleg

Ljós inn í daginn.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 12:18

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Jónína mín það er æðislegt, reyndar er platan dökkgræn, en ég elska græna liti, svarta og terra Cotta liti.
Knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.6.2009 kl. 12:50

6 identicon

Þetta er fallegt kærleikshorn hjá ykkur Milla mín.Kveðja til ykkar.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 13:32

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Flottar myndir og bara mjög huggulegt hjá þér kona.

Rut Sumarliðadóttir, 7.6.2009 kl. 14:12

8 identicon

Gaman af þessu þú ert svona kósí kona. Allt á sínum stað.  Flott tölvuver tek undir með Íu. Er stærra alltaf betra? ...

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 14:42

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Tek undir með þeim öllum hér fyrir ofan mig....:O) yndislegir litir á borðinu græna og falleg og hlý er íbúðin þín elsku Milla mín....

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.6.2009 kl. 17:04

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegar myndir og og mjög kósý hjá ykkur.

Kærar kveðjur.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.6.2009 kl. 17:46

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ragna mín ég bara elska svona horn og þetta er aðal.
Knús til þín

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.6.2009 kl. 20:12

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rut mín takk elskan hér er bara lítið og gott.
Losaði mig við allt þetta gamla.
Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.6.2009 kl. 20:13

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Langbrókin mín, hef löngum verið kölluð milli-metris konan, en svolítið er maður nú farin að slaka á línunni.
Kærleik til þín í Eyjum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.6.2009 kl. 20:16

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku Linda mín og faðmlag til þín og þinna.
Milla


Takk fyrir það Katla mín.
Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.6.2009 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband