Sunnudagurinn á enda.

Það endaði náttúrlega á því að ég bakaði vöfflur, hringdi
í Millu og Ingimar og sagði að ég væri að baka svona bara
ef þau vildu, þau komu, en voru boðin í garðveislu kl 17
og skyldi þau ljósin eftir hjá ömmu og afa.

Gísli var í því í dag að laga til í geymslunni, koma upp á
loft því sem ekkert er notað setja snaga fyrir kústa og
moppur einnig stóran hanka fyrir rekurnar, enda bara
notaðar á veturna.

Síðan var grillið tekið í gegn og þegar allt var klárt, var
farið að grilla brauð, allir fengu það ofan á sem þeir vildu.
Þær borðuðu úti, afi fór í fréttir með sitt brauð og ég við
eldhúsgluggann stundum var kallað að utan og þá
stökk afi á fætur til að þjóna ljósunum.

Nokkrar myndir úr garðinum okkar.

100_8426.jpg

Þetta er á pallinum undir eldhúsglugganum, nelika í potti.

100_8427.jpg

Birkikvisturinn minn setti ég niður kál fyrir framan
bara svona rétt að prófa.

100_8428.jpg

Gullsópurinn ekki alveg komin í blóma.

100_8429.jpg

Fjölært blóm sem ég veit ekkert hvað heitir, en þarna fremst
setti ég niður kartöflur.

100_8430.jpg

Hinum megin á pallinum, hjól sem er eiginlega aldrei notað
stjúpur í potti.

Kærleik til allra
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottur pallurinn hjá þér Milla mín ég skil ekki að þú skulir ekki vera orðin multimilli með allt svona spikk og spa. Það skiptir víst öllu upp á flæðið að hafa allt í röð og reglu líka upp á heilsuna að gera.

Knús inn í nóttina.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 22:56

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín það er nýbúið að laga til, annars er ég rík, mér hefur hlotnast það mesta ríkidæmi sem til er það er kærleikur frá fólkinu mínu.

Kannski stoppa ég á einhverjum tímapunkti peningaflæðið, en það er allt í lagi.

Ég er nú ekki þannig að það þurfi að laga til undan fólki, eins og ein góð frænka mín gerði maður var ekki farinn út úr garðinum hjá henni er maður heyrði í ryksugunni.
Ljós í daginn þinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.6.2009 kl. 08:18

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Vallý mín og ljós í daginn þinn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.6.2009 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband