Hverjir selja þeim vopn og sprengjuefni?

Þetta er bara eitt af atvikum þeim, þar sem morð eru framin,
og það er all víða í dag þar sem saklaust fólk er myrt vegna
einhverja erja sem kannski þeir ekki sjálfir í raun gera sér
grein fyrir því þeir eru búnir að berjast svo lengi.

Þeir bara hata allt og alla og komast ekki út úr þeim
ranghugmyndum sem þeir virðast vera fastir í hvort sem
það er vegna trúar eða haturs.

Það er erfitt að vera svo valdasjúkur að stríð og morð séu
nauðsynleg í aldir til að komast til valda.
Hér áður og fyrr var barist með sveðjum,hnífum, spjótum
og bogum, en núna eru það nútímavopn og hver selur
morðóðum mönnum þau?


Sorglegast er að sjá elsku börnin, en kannski er bara best fyrir
þau að fá að deyja með sínum, hver ætti svosem að hugsa um
þau, það eru bara þau sjálf.


mbl.is Tala látinna hækkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já sorglegt.  Knús inn í góðan dag

Ía Jóhannsdóttir, 10.6.2009 kl. 08:40

2 identicon

Skelfilegar fréttir og góð spurning hverjir selja vopnin? Því miður virðast það vera þeir sem völdin hafa í heiminum. Við sjáum að helstu iðnríki heims halda árhátíðir, ríki með kjarnorkuvopn halda einnig árshátiðir, enda eru þessi ríki handhafar alls valds og alþjóðaskoðana. Er það ekki það sem við erum að berjast fyrir, að komast í hóp þeirra sem valdið hafa, taka þátt í stríðsleikjunum? Það er miklu flottara að vera í hópi helstu iðnríkja heims en helstu ferðamannalanda. Sjáið muninn á landi og ríki? Við, almúginn gerum ekkert til að reyna að hafa hemil á fjöldamorðunum. Valdaríkin ríkja og stjórna með hræðslu og ótta, þeim er andskotans sama um þá sem lenda í morðunum.

Hildur Harðardóttir (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 08:57

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eigð þú besta daginn elskuleg Ía mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.6.2009 kl. 10:43

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er málið Hildur, þeir sem selja vopnin eru gráðugir og það skiptir þá engu þó morð séu framin.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.6.2009 kl. 10:45

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og sólarkveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.6.2009 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.