Bara gleði á þessum bæ.

Dagurinn í dag var bara góður þó að við Sibba værum
bara tvær, Aðalheiður lenti inn á sjúkrahúsi í nótt svo
ekki kom hún, þessi elska vona að hún nái sér sem fyrst.
Gunna fór með tíkina í úr-sambandstöku, þið skiljið þetta
er það ekki?

Borðuðum í kvöld Ítalskar kjötbollur sem ég bjó til og hafði
með kartöflumús, kryddaða, ekki sæta.

Fórum síðan að taka bensín og versla Kristal plús, opal og
prins póló, alveg merkilegt hvað það er alltaf jafn vinsælt.
Hittum Viktoríu Ósk mína tókum hana með og hún fékk smá
hlaup, við buðum henni að koma með á Eyrina og ég held að
hún komi með annars er afar erfitt að vakna á morgnanna.

Við verðum allan daginn, fyrst förum við með Neró, skiljum
hann eftir á Dýraspítalanum förum svo að stússast, ætlum á
kaffihúsið á Glerártorgi, hitta þar góðar konur.
Gísli á síðan að mæta kl 13.00 í sína myndatöku og ég 13.40
í mitt gangráðaeftirlit, héldu þið kannski að þetta væri að öllu
leiti skemmtiferð, nei ekki aldeilis þó meirihluti ferðarinnar sé það.

Megum ekki gleyma að ná í Neró áður en við förum sjálf á sjúkrahúsið
hann verður enn þá vankaður eftir svæfinguna svo þetta verður allt í lagi.

Eigið bara góðan dag á morgun og munið að gefa faðm.
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Nammi namm,girnilegur matur,Milla mín,en ég vildi ekki vera í sporum hans Neró,æ.æ.æi,æi,ég vorkenni honum,ég sé að þetta var flottur dagur hjá þér,já og kaffi á Glerártorgi,og þú verður að smakka kakóið þar,það er meiri háttar gott,smakkaðu það í næstu ferð Milla mín,ég bið að heils Gísla,og knúsaðu Neró,ó hvað ég vorkenni honum,sumar kveðja úr Grímsnesinu,HA HA HA HE kær kveðja. konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 10.6.2009 kl. 21:14

2 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Vonandi gengur allt vel

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 11.6.2009 kl. 00:55

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Njóttu dagsins eins vel og hægt er. 

Ía Jóhannsdóttir, 11.6.2009 kl. 06:29

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jóhannes minn við erum að fara núna á Eyrina svo ég gæti alveg smakkað kakóið, en drekk ekki kakó, verður illt af því, fæ mér bara swiss Mocka í staðinn.

Já þetta er góður matur sem ég er með og yfirleitt alltaf hitaeiningasnauður ekki veitir mér af, en skil samt ekki af hverju ég minka ekki neitt
'eg skila kveðjunni og knúsa Neró.
Berðu þinni konu kveðjur mínar og hafið það ætíð sem best.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.6.2009 kl. 07:07

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dúna mín og Ía vonandi gengur allt vel, þá er ég nú aðallega að meina Neró minn, alltaf er maður með áhyggjur, ef það eru ekki börnin, fjárhagurinn, karlinn, mamma þá er það hundurinn, nei þetta var nú bara út úr dúr
Kærleik til ykkar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.6.2009 kl. 07:10

6 identicon

Þetta verður örugglega mögnuð ferð Milla mín gangi ykkur vel.

Knús inn í daginn.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 09:14

7 Smámynd: Anna Guðný

Hlakka til að sjá þig.

Anna Guðný , 11.6.2009 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.