Frábær dagur í dag.

Við erum komin heim með litla Neró hálf slappan eftir
smá meðhöndlun hjá þeim á Dýraspítalanum.

Víð sóttum Viktoríu Ósk og fórum svo með Aþenu Marey
á leikskólann um leið og við vorum að fara á Eyrina, en
á leiðinni úr úr bænum stoppaði einn góður löggumaður
okkur og sagði að við værum eineygð,
það kostaði að við fórum á verkstæðið til að láta skipta
um peru því eineygður er maður ekki, ég þoli ekki fólk
sem ekur um eineygt, jafnvel í margar vikur.

Þetta kostaði hálf-tíma seinkunn, en hvað er það er fólk
hefur allan heimsins tíma eins og við.

Skutluðum Neró og skildum hann eftir, rétt náðum um
11.00 niður á kaffihús þar hittum við stelpurnar sem
ætluðu að vera með okkur í smátíma.

Ekkert er yndislegra en að hittast og spjalla í afslöppuðu
andrúmslofti og ætti fólk að gera það oftar.
Skutluðum Gísla í sína sneiðmynd kl. 13.00 og fórum svo
við Viktoría Ósk að sækja litla snúllan, aftur niður á spítala
og inn því ég átti að mæta 13.40 og rétt náði, með hjálp frá
Viktoríu Ósk minni, hún var algjör hjálparhella í dag og svo
yndisleg að hafa í kringum sig.
Hún fór inn með mér í allt og ekki vantaði áhugann fyrir því
sem var að gerast.

Fórum aðeins inn í Hagkaup var að skila útrunninni vöru, og
síðan í rúmfó, Viktoría var að kaupa sér sokka.

100_8482.jpg

Þessi er tekin rétt áður en hún sofnaði á heimleið, er að passa Neró
og hún er með liverpool koddann sinn.

100_8469.jpg

Tekin á Kaffihúsinu, hún var alltaf að taka myndir af okkur
þessi elska.

100_8479.jpg

Erna mín brún og sæ, enda nýkomin frá Majorka

100_8468.jpg

Mágkona Önnu Guðnýar og Unnur, en þær vinna saman.

100_8467.jpg

Merkilegt með Önnu Guðnýu eins og mig, við erum alltaf að halda

ræðu

.100_8486.jpg

Þarna erum við komin að Laugum og Guðrún Emilía
er með hann í fanginu

100_8485.jpg

Dóra elsku perlan mín, Sigrún LEA og Hjálparhellan hún
Viktoría Ósk

Viktoría Ósk tók allar myndirnar á Kaffihúsinu og tel ég þær ver
flottar hjá henni bara 10 ára gamalli.

Fleiri myndir seinna.
Góða nótt og stórann faðm til allra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtilega myndir :) greinilega góður dagur.  Kveðja norður.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.6.2009 kl. 21:15

2 Smámynd: Erna

Takk fyrir síðast Milla mín, þetta reddaðist með tölvuna ég gerði það sem þú sagðir mér að gera og bingó. Bilunnin var nú ekki alvarlegri en það, við skulum nú ekkert hafa neitt hátt um þetta   Flottar myndir hjá henni Viktoríu Ósk hún hefur nú heldur ekki langt að sækja það að vera með glöggt myndauga. Vona að Neró nái sér fljótt og vel. Býð ykkur Gísla góða nótt og megi englarnir vaka yfir ykkur

Erna, 11.6.2009 kl. 21:39

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir þessa frásögn með myndum

Sigrún Jónsdóttir, 11.6.2009 kl. 21:49

4 identicon

Flottar myndir og skemmtileg frásögn af greinilega skemmtilegum degi. Góðar kveðjur og knús norður frá okkur í Mosó þar með talið blogglatasta manni landsins.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 21:56

5 identicon

Fallegt Milla mín.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 21:59

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk fyrir þessa skemmtilegu myndasögu! 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.6.2009 kl. 00:32

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín ef þú bara vissir hvað allir dagar eru jafn yndislegir, bara misjafnlega margt sem gerist á þeim
Knús í góða veðrinu á Húsavík.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.6.2009 kl. 08:15

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna mín það var nú gott að mínar ráðleggingar komu að notum, tölum ekki meir um það.
Takk fyrir yndislega stund saman í gær, hún Viktoría Ósk mín er bara snilli komst að því í gær að hún veigrar sér ekki við eins og að fara með mér í allan pakkann á sjúkrahúsinu og vissi alveg hvenær hún gat hjálpað mér.
Ég er svo heppin með hana og þau öll.
Maður fékk nú hlýjar hendur um háls er heim kom, bæði á Laugum og frá Aþenu Marey, en það beið okkar matur hjá Millu.
Kærleik til þín ljúfust mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.6.2009 kl. 08:22

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einar minn þú mátt alveg vera latur og takk fyrir að hrósa myndunum, Ljósálfurinn minn tók þær hún er flott þessi stelpa.
Það er bara að gefa þeim frjálsar hendur.
Kærleik til ykkar og nú styttist í að við sjáumst og hlakka ég til þess.
Knús kveðjur til ykkar  frá ollum á Húsavíkinni.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.6.2009 kl. 08:27

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kærleik til þín Ragna mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.6.2009 kl. 08:29

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Lilja mín þú verður nú bara að koma næst þegar við hittumst, það er gaman hjá okkur.
Kærleik til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.6.2009 kl. 08:30

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kærleik til þín Sigrún mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.6.2009 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband