Flottur dagur á enda.
12.6.2009 | 21:33
Var nú ósköp þreytt í morgun er ég vaknaði, en ég vissi af
því, það kemur alltaf niður á mér þegar ég fer í svona ferðir
eins og í gær.
Fór í þjálfun kl 12.00 og Viktoría Ósk kom með mér, við ætluðum
svo að Hveravöllum til að versla grænmetið, hún ætlaði með, en
vinkona beið svo hún valdi það en ég mátti ekki gleyma að kaupa
gula tómata, eins og maður gleymi því, hafið þið smakkað þeir eru
bæði til í kokteil tómötum og peru tómötum ég keypti hvoru tveggja
einnig sérstaka tómata sem geta varnað krabbameini, gúrkur og
paprikur í öllum litum, já og chilly sem er kringlótt ekki ílangt eins og
við eigum að venjast í búðunum.
Það eru sko forréttindi að geta keypt svona beint af bónda, bragðið
af svona nýtýndu grænmeti og ávöxtum er ólýsanlega gott.
Vitið, mig langar svo til að sjá Greas í Loftkastalanum held að það sé
alveg stórkostlegt, síðast þegar ég fór í Loftkastalann var til að sjá
Rocky Horor og það var upplifun sem sagði sex get ég sagt ykkur.
Loftkastalinn hefur líka þennan sjarma sem engin getur staðist.
Fékk diskinn með Ljótu Hálfvitunum fyrir nokkru og er með hann í
bílnum, frábær alveg, textarnir bara fyndnir og það er viss sjarmi yfir
lögunum, svona smá vísir af Írskri þjóðlagatónlist og sígóna stíl.
En svo ég haldi nú áfram þá fórum við að versla í Kaskó er við komum
aftur í bæinn, það vantaði svona sitt lítið af hvoru.
Í matinn í kvöld höfðum við svo þorsk, gljáðan á pönnu í heilhveiti
krydduðu með indversku kryddi frá nomu, steikti mikinn lauk, kúrbít,
sveppi, chilly og papriku setti þetta yfir fiskinn, með þessu bar ég
kartöflur með sem ég stappaði með hvítlauk það er æði með fiskinum,
mér finnst nefnilega ekki passa að hafa bara plane kartöflur með svona
fiski, enda er ég afar kridisk á mat.
Eigið góða nótt elskurnar
Milla
Athugasemdir
Nammi nam,á blaði virðist þetta vera herramannsmatur Milla mín,er þessi þorskur er hann frá þeim Hafsteini og Huld,??smá forvitni,ég fell alveg fyrir þessari uppskrift,svo ég kallaði á betri helminginn minn,og las uppskriftina fyrir hana,(HA HA HA,var ég ekki sniðiður,?HA HA)er sammála þér með ljótu hálvitanna,þeir eru frábærir,Milla mín en skrýtið,ég er líka sammála þér með loftkastalann,þetta er einkvað skrýtið hvað við erum oft sammála,???HA HA HA HE,smá forvitni.Eru til tómatar sem varnað getað krabbameini,??? en ef viðkomandi er með góðkynja krabbamein,getur þetta gert gagn,???ég þarf að fá svar fljótt við þessu.(er bara aðeins að forvitnast um þetta,en gott að fá fljótt svar) takk fyrir yndislega lestur Milla mín,bið að heilsa Gísla,ætlaðu að athuga með svarið til mín,ég er svo forvitin. kær kveðja. konungur þjóðveganna.
Jóhannes Guðnason, 12.6.2009 kl. 21:53
Þú ert nú meiri snilldarkokkurinn Milla mín, meira að segja mér langar í þorsk eftir þennan lestur. Ég er að spá í að bjóða þér í mat og þú eldar
Hann frændi þinn á sjónum hugsar til ykkar og er búinn að taka frá eitthvað spes fyrir hana Millu á Húsavík
Knús og góða nótt
Erna, 12.6.2009 kl. 22:41
Girnileg uppskrift, mér finnst nefnilega þoskurinn alltaf bestur, þarf að prófa að gera svona, varstu með venjulegar kartöflur eða sætar kartöflur?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.6.2009 kl. 00:15
Já merkilegt að við séum oftast sammála Jóhannes minn er það ekki bara okkar tíðarandi sem gerir það að verkum
Þessir Tómatar innihalda efni sem talið er varna krabbameini og eru ræktaðir víða í gróðurhúsum, eru þau ekki allstaðar í kringum þig, hversu mikið þeir gera veit ég ekki og mundi aldrei segja að þeir gerðu kraftaverk, en eitt skal ég segja þér:,, Hollur matur, soðin,gljáður, gufusoðin er hollur, allt rautt grænmeti og ávextir eru góðir fyrir þá sem eru með krabbamein ég tala nú ekki um ef um góðkynja sé. Ekki má gleyma öllu græna heldur. Ekki ætla ég að segja þér eða neinum hvað ekki má, en mikið væri nú gott að fá ráðgjöf hjá góðum hómópata eða bara í heilsuhúsinu, þá meina ég með vítamín og matarræði,
margt er það sem líkaminn okkar ekki þolir, hann hafnar því sem við látum ofan í okkur, með hinum ýmsu ráðum eins og að gera okkur veik, meira að segja er hægt að hafa ofnæmi fyrir grænmeti.
Ráðlegg þér að leita ráða og það strax.
Allt of fáir hlusta á líkamann sinn, sem er með veikindum er að segja hingað og ekki lengra, ekki að ég viti neitt hvernig þetta er hjá ykkur.
Mig langar að segja þér eitt, maður læknast ekki ef maður er undirlægja sjálfs síns, maður er það svo oft án þess að vita það."
Jóhannes minn þú mátt spyrja mig út í allt sem þú vilt, það er ýmislegt sem ég veit þó það passi kannski ekki allt fyrir ykkur.
Guð veri með ykkur hjónum og ég sendi ykkur kærleik og ljós.
Þorskurinn og allur fiskur sem við borðum kemur til okkar alveg dagsgamall
frá góðum mönnum, annars mundi ég versla við þau Huld og Halla þau eru góðir vinir okkar.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.6.2009 kl. 08:49
Erna mín það er nú kominn tími til að þið komið til mín elskuleg og þá skal ég með glöðu, elda handa ykkur þorsk, hef nú ætíð sagt ykkur Dóru að ýsan er óþveri sem engin ætti að leggja sér til munns.
Hann frændi minn er nú bara flottur bæði að innan og utan
Kærleik til þín ljúfust mín.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.6.2009 kl. 08:52
Lilja ég var með venjulegar, en gott að blanda og eða bara sætar en þá að sleppa hvítlauknum, fiskurinn er það sterkur.
Prófaðu elskan þetta er æði.
Ljós í daginn þinn
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.6.2009 kl. 08:55
Segi bara enn og aftur. Ef ég vil fá góða strauma og blogg um unaðshluti þá heimsæki ég Millu. Hjarta (kann ekki að búa til broskalla)
Finnur Bárðarson, 13.6.2009 kl. 20:26
Takk ljúflingurfærð bara nokkra hjá mér.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.6.2009 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.