Get nú ekki annað en hlegið.
13.6.2009 | 09:38
Sko nú er bensínið komið upp í tæpar 180.00 sem er bara
hlægilegt, eða það verður bara að hlæja að þessu.þetta
verður bara til þess að allir verða að dóla sér heimavið í sumar,
einu bílarnir sem verða á ferðinni verða þeir sem ríka fólkið á
þegar það er að skreppa í bústaðinn og eitthvað álíka.
Eða haldið að fólk fari kannski á vísatripsi og borgi svo 25% vexti
af því sem það fór með í farðalaginu, Nei það gerir það engin.
Ég hlakka bara til að dóla mér hér heima, skreppa kannski
Dematas-hringinn.
Það er svo gaman að opna blöðin þessa mánuðina, öll flottu
skrifin um rannsóknir, svik og þessi þetta og þessi hitt, en
engin veit í raun hvað gerðist eða hvernig.
Gætu menn ekki bara talað og skrifað minna, unnið meira, það
er það sem þarf og eigi hefur mönnum flökrað við því að henda
peningum í allskonar aðgerðir og þá af hverju ekki þessar?
Það er nefnilega svo skemmtilegt, að eitt vitum við að sorann í
þessu þjóðfélagi verður að uppræta eins og hægt er og leyfilegt
er, því allt fáum við ekki að vita, og svo koma nú fullt af peningum
í rannsóknir á soranum.
Hef ég sagt ykkur það áður,? já, en ætla að segja það aftur,
Mér hefur alltaf fundist Bakkabræður flottir, sko nú fáum við
verksmiðju sem verður örugglega sett niður á Suðurnesjum,
en við flytjum bara öll á mölina til að vinna í öllu því sem á að
rísa þar.
Það er svo skemmtilegt að breyta til. Gerast en.
Tískulöggur lokksins, átti að vera löngu komið, seljum meira ef við
fáum góða fylgd í búðirnar, það segir sig sjálft
Og svo það sem gladdi mig í gær voru mótmælin á Kjalarnesinu,
frábært hjá íbúum og það var svo mikil gleði í þessu.
Áfram Kjalnesingar.
Eigið svo góðan dag í dag og passið ykkur í umferðinni
Athugasemdir
Skrítin samkeppni hjá olíufélögunum, allir með nánast sama verð, ekki í fyrsta sinn!
Rut Sumarliðadóttir, 13.6.2009 kl. 12:57
'O já Rut mín, ekkert breytist.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.6.2009 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.