Smá myndablogg

Við fórum á rúntinn í dag, tókum með okkur Aþenu Marey,
Viktoríu Ósk og vinkonu hennar Birtu, fórum í N1 og þær
keyptu sér bland í poka og svo fengu þær ís á meðan þær
sátu og voru að borða hann fórum við upp á GÓNHÓL og tókum
myndir og einnig niður á höfn.

100_8499.jpg

Tekið yfir Skjálfandann af kinnafjöllunum sem ég elska.

100_8501.jpg

Húsavíkurfjall frá Gónhól

100_8507.jpg

Hvalaskoðunarbáturinn Sylvía.

100_8512.jpg

Skútan Haukur

100_8508.jpg

Þetta er fallegur bátur.

100_8509.jpg

Þetta er gamla Langaneshúsið,

100_8510.jpg

Þarna situr fólk við kaffidrykkju fyrir utan Gamla bauk

100_8511.jpg

Gengið upp trétröppur miklar í lítið kaffihús sem heitir Skuld og síðan
kemstu alla leið upp á Garðarsbrautina.

Svo fórum við að sækja stelpurnar og í kaffi og pönnukökur hjá Millu
og Ingimar.

Eigið gott kvöld og góða nótt kæru vinir
Milla.
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegar sumarmyndir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.6.2009 kl. 21:38

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Fallegar myndir, heitir staðurinn eða húsið Gamli Baukur?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.6.2009 kl. 22:32

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Lilja mín húsið er kallað Gamli Baukur, hef nú því miður aldrei komið þar inn gæti farið í kaffi yfir daginn, en þetta er veitingahús alla jafna.

Jenný það er æðislegt að aka um og taka myndir.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.6.2009 kl. 12:39

4 identicon

Takk fyrir þessar myndir Milla mín það er svo yndislegt á Húsavík og staður er svo fallegur mig langar bara að skreppa þarna aftur. Maður rifjar bara upp sumarstemninguna sem var þarna í fyrra í öllum Mallorka hitanum.

Ljós til þín elskuleg.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 12:44

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já hér er yndislegt að vera og þú komst að því og næst þegar þú kemur þá verður það til mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.6.2009 kl. 12:52

6 identicon

Sæl Milla mín þú er alveg frábær myndatæknir sé ég og hef nú vitað það áður.

Ég sakna ykkar á blogginu en svona er lífið ég get víst sjálfri mér kennt um það.

Mikið hlakka ég til þess að hitta ykkur í næsta hitting.

Kærleiks kveðja Ásgerður

Ásgerður (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 12:55

7 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Frábærar myndir,og gullfallegur staður,já Húsavík stendur fyrir sínu,Milla meira af þessu,takk fyrir,Milla það er mjög fallegur sveitabær sem ég fór á um daginn,rétt áður en þú kemur að Hólmavík,og gettu hvað.??Hann heitir --- HÚSAVÍK.mjög fallegt þar,er alveg við sjóinn,og stendur undir nafni. kær kveðja. konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 14.6.2009 kl. 15:21

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jóhannes þekki þann stað, ég bjó á Ísafirði í 9 ár með Gísla mínum, hann er þaðan. Ók þetta margsinnis, frábær leið nema strandirnar eru óökuhæfar eins og svo margir staðir á landinu.
Ég mun brátt setja inn fleiri myndir.
Kær kveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.6.2009 kl. 06:38

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý ást er ekkert að færa ástinni sinni kaffi í rúmið, er nú bara til að sulla út um allt
Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.6.2009 kl. 06:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband