Veisla í boði englana minna. Myndir.

Það var svoleiðis að englarnir mínir urðu 18 ára 22/5 og eigi
var hægt að halda veislu þá, núna fyrst tókst að ná öllum saman.
Fengum lamba ribbay ( veit ekkert hvernig það er skrifað)
bakaðar kartöflur með smjöri, salat og Ingimars sósu, en hann
er snillingur í matargerð hann tengdasonur minn, hann grillaði
einnig kjötið. veislan var haldin heima hjá þeim.

Hér fáið þið smá myndasögu.


100_8519.jpg

Hérna eru þær í nýu skyrtunum sem þær voru að kaupa og
beltin eru flott við.InLove

100_8523.jpg

Dóra að setja bráðið After Eight á jarðaber, þau voru partur af
eftirréttinumHeart

100_8522.jpg

Gísli minn er alltaf stand by og tekur allt frá okkur sem við erum
búnar að nota, engin betri en hann í handlaginu.InLove

100_8524_863761.jpg

Ég að gera salatið, nývöknuð, með kaffibollann mér við hlið og
pepsi-glasið í glugganumTounge

100_8530.jpg

Neró beið allan tímann, taldi að það mundu eitthvað falla honum
í skaut, en vel er nú passað upp á að hann nái ekki í neitt.

100_8540.jpg

Dóra og Óli föðurbróðir hennar, gaman að fá hann með okkur.

100_8538.jpg


Systur spenntar að vita hvort frænkurnar yrðu ánægðar með
afmælisgjöfina frá þeim, sem þær urðu auðvitað.

100_8545.jpg

Þessi var eitthvað að stríða mér, en þetta er af matarborðinu.

100_8547.jpg

Í eftirmat var súkkulaði Fondú og ávextir, það gekk vel út get ég
sagt ykkur, enda ávextir alltaf bestir og ég tala nú ekki um með
hvítu Súkkulaði.
Yndislegur tími með fjölskyldunni og það er ekkert betra en það.

Eigið góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.6.2009 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.