17 júní í dag.

Það er að sjálfsögðu rigning í dag eins og alla aðra 17 júní
sem ég man eftir undanfarin ár, en er ekki samt alltaf jafn gaman
bara ef krakkarnir komast í sem flest leiktæki og fá sykurfrauð eða
hvað þetta heitir.
þegar dagurinn er svo á enda og spennufallið verður eftir allt þetta
sem ekkert var í raun, þá er gott að skríða bara upp í rúm og horfa á
eina rólega og góða barnamynd.

Þegar ég var að alast upp var mikill spenningur, ekki man ég nú eftir
vondu veðri, hehehe ekið var niður að  Arnarhól, trítlað upp á hann
allt var fánum prítt og einhver skemmtiatriði voru eins og Baldur og
Konni og síðan man ég ekki meir, en auðvitað man ég eftir því að farið
var í kaffi einhversstaðar í bænum og maður var í sínu fínasta pússi,
vei manni ef maður setti blett á hvítu skóna eða restina af out fittinu
áður en maður fór í kaffið allt átti að lúkka svo flott þegar gengið var
í kaffisalinn sko í þá daga þekktu allir alla, Reykjavík var nú ekki stærri
en það þá.

100_8583.jpg

Set hér inn einu myndina sem ég finn í mínum fórum, tekinn 17 júní
1950. Á þessari mynd er frá vinstri Ellen sem var vinnukona hjá
mömmu og pabba, en var okkur systkinunum afar kær, hún var dönsk,
mamma, með elsku bróðir minn Ingó í fanginu tæpra eins árs, Pabbi minn
besti, vinnukonan hjá Fanney og Reinhart sem næst koma þau voru
afar góð vinahjón mömmu og pabba, Reinhart heldur á yngstu dóttir
þeirra fyrir framan koma Nonni og Gilsi bræður mínir elskulegir þeir
mestu villingar sem fyrirfundust, ekki skil ég hvernig þeir gátu haldist
hvítir í þessum hvítu seilor fötum, síðan sonur og dóttir Fanneyjar og
Reinharts, hún heitir Anna, en get ekki með nokkru móti munað nafnið á
honum og væri nú gaman ef að þau myndu lesa þetta að koma inn með
komment.
Ég er ekki á þessari mynd, hef sjálfsagt bara ekki viljað það og þá fékk
drollan bara að ráða því.

Eigið yndislegan 17 júní, allavega ætla ég að eiga góðan dag í leti
hér heima.

Faðm á alla sem koma hér inn.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Knús norður kæra Milla og gleðilega hátíð

Ía Jóhannsdóttir, 17.6.2009 kl. 09:19

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis elsku Ía mín, eruð þið komin heim?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.6.2009 kl. 09:30

3 identicon

Eigðu góðan þjóðhátíðardag.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 10:43

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Ragna mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.6.2009 kl. 10:49

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gleðilega þjóðhátíð Milla mín

Frábær mynd úr safni minninganna

Sigrún Jónsdóttir, 17.6.2009 kl. 11:07

6 identicon

Þessi dagur var nú bara eins og allir aðrir dagar hjá mér í sveitinni. Ekki var neitt sérstakt gert sér til hátíðarbrigða nema að kýrnar hafi fengið að sleppa út úr fjósinu það var alltaf um þetta leiti.

Til hamingju með daginn Milla mín. 

Ljós til þín elskuleg.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 12:19

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrúm mín bjartan dag til þín einnig
Kærleik í loftið

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.6.2009 kl. 12:24

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín held að þú hafir ekki misst af neinu, því miklu skemmtilegra er að sjá kýrnar spretta úr spori, en einhver sýndarmennska á Arnarhól.
Ljós og hamingju til þín ljúfust

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.6.2009 kl. 12:26

9 identicon

 Hæ. Milla mín alltaf gaman að lesa hjá þér og svo er þetta með 17. júní hann er alltaf eins.

 Ég var að blogga hjá mér um 17. júní og rigninguna.

Kæleiks sending til ykkar Gísla.

Ásgerður (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 17:52

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Ásgerður mín, gaman að heyra í þér hér, er Finnur ekki heima núna?
kærleikskveðjur til ykkar beggja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.6.2009 kl. 18:09

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hátíðarkveðjur norður tl ykkar elskuleg, oftast var nú sól í minningunni, en þó man ég eftir snjókomu á 17.júní þegar ég var barn. 

Ásdís Sigurðardóttir, 17.6.2009 kl. 19:55

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín hann hélst nú þurr um miðbik dagsins, en núna er komin þoka og kuldi.
Kveðjur til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.6.2009 kl. 21:42

13 identicon

Hæ, Hæ jú Finnur er heima og þrjú ömmubörn. Heimilishjálpin kemur í dag ég veit ekki hvernig hún fer að hér er allt fullt af ferðatöskum.

Ásgerður

Ásgerður Einarsdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 08:37

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig Milla mín.  Og það er virkilega gaman að skoða svona gamlar myndir.   Og fá að fylgjast með hugarflugi um liðna 17. júní.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2009 kl. 08:46

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Ásgerður mín gott að Finnur er heima að njóta barnabarnanna með þér.

Kærleik yfir til Ólafsfjarðar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.6.2009 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.