Við afburða konur, hér og nú.

        Til hamingju með daginn.

19 júní er dagurinn okkar, við fengum kosningarétt 1915
eftir blóð svita og tár sem þó aldrei sáust, eigi voru þau
borin á borð fyrir fólk, sumar grétu örugglega í koddann
er heim kom.
1922 fór fyrsta konan á þing, mikið vatn hefur runnið til
sjávar síðan, en betur má ef duga skal.

Nú er að fara í hönd tími erfiðleika, sem engin getur höndlað
betur en konan því hún veit og kann hvernig á að  spara, ef
hin unga kona ekki kann þá er það okkar eldri að kenna og
miðla visku okkar.

Við verðum að standa saman og vilja taka þátt og þiggja
ráðleggingar frá þeim sem kunna að gefa þær.

Ekki að segja: ,,Hvernig á ég að spara af engu?" Jú það er hægt,
en erfitt.

Hvernig væri að taka þessu sem skólaverkefni, til dæmis konur
í hverfum bæjanna sammælast um hvað skuli gera, taka börnin
með í dæmið, ég er viss um að það er bara skemmtilegt, þó að
elskurnar mínar, tár drjúpi í kodda á kvöldin.

Kærleikskveðjur til allra kvenna.
Milla
InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með daginn Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 19.6.2009 kl. 10:10

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis til ykkar mínar kæru.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2009 kl. 10:34

3 identicon

Til hamingju með daginn Milla mín. Er ekki gott veður og sólskin í dag hjá þér.

Góða helgi og ljós inn í daginn.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 12:58

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk og sömuleiðis Milla mín og við allar.

Rut Sumarliðadóttir, 19.6.2009 kl. 13:47

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín það er nú alltaf sól innra með mér, en úti er rigning og rok, en það er að spá góðu  hjá okkur.
Til hamingju með daginn og kærleik í helgina þína
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2009 kl. 15:34

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rut mín á þessum degi dettur mér alltaf í hug þær gömlu góðu sem þræluðu fyrir sínum, það voru sko konur
Kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2009 kl. 15:36

7 identicon

Hæ Milla mín ég var að festa þig inni hjá mér og nú pikka ég bara á nafnið þitt og blobbs hér er ég.

Kveðja til Gísla kæru vinir.

Kveðja gustarina

gustarina (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 18:31

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ elskan mín gaman að fá þig inn, ég er einnig búin að festa þig inni og klikka bara og þú kemur upp hress og kát.
Kærleikskveðjur til ykkar
Millarína

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband