Tilneyddur.

Sigrún Pálína var í dag heiðruð af  Femínistafélaginu.

Sigrún Pálína var í dag heiðruð af Femínistafélaginu. mbl.is/Heiðar

Nær sáttum við Þjóðkirkjuna

Eftir Halldóru Þórsdóttur

„Þetta er stór dagur, mér finnst ég hafa fengið vissa úrlausn mála,"  segir Sigrún Pálína Ingvarsdóttir.

Sigrún átti fund með Kirkjuráði í dag, ásamt fjölskyldu sinni, til að greina frá sárri reynslu sinni sem hún varð fyrir af hálfu sr. Ólafs Skúlasonar er hún leitaði til hans sem sóknarprests.

„Kirkjuráð hefur beðist afsökunar og biskup, og þetta er góður liður í því að ég nái sáttum, ekki síst við Þjóðkirkjuna,"  segir Sigrún Pálína.

Tel að þarna hafi biskup verið tilneyddur, kirkjan hefði
aldrei komist upp með annað en þetta miðað við þær
opnu umræður sem verið hafa um kynferðisafbrot bæði
innan kirkjunnar og utan.

Vonandi stíga nú fram allar þær konur sem en eru í sorgum
eins og Sigrún Pálína kemst að orði.
Þetta er einnig hvatning fyrir allar konur sem eru með svona
glæp innibyrgðan, það er í lagi að stíga fram.

Hvernig komið var fram við þessa konu á sínum tíma var
ótrúleg vanvirðing, henni var hótað og hún flúði land.
Ég man vel eftir málinu og hvernig fólk talaði bæði um hann
og hana, hefði bloggið verið til þá, já akkúrat hvað hefði þá
gerst í málinu, allavega hefði Sigrún Pálína ekki þurft að flýja
land.

„Ég finn nú fyrir breyttu viðhorfi hjá kirkjunni og mér er trúað. Fyrir þessum þrettán árum þótti óhugsandi að sitjandi biskup væri kynferðisafbrotamaður en nú hafa ýmis gögn komið fram í málinu."

Elsku kona ég óska þér svo sannarlega til hamingju með
þennan áfanga og ég veit að þér hlýtur að líða betur,
en það er langt í land með breytt hugarfar, í raun, hjá
þjóðkirkjunni, en vonandi er þetta byrjunin.

Eitt enn, Ólafur Skúlason á eftirlifandi fjölskyldu, sómafólk,
sem örugglega finnur til vegna þessa máls og þá sér í lagi
börnin, sýnum þann þroska að leifa þessu fólki að vera í friði,
þá meina ég ekki bara í blöðum eða bloggi, heldur í hinu
daglega lífi.
Verum kærleiksríkari en þjóðkirkjan.


Gefum okkur það að vera hamingjusöm.
Milla
Heart


mbl.is Nær sáttum við Þjóðkirkjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Innilega sammála öllum áherslum í þessum pistli þínum, Guðrún Emilía.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 20.6.2009 kl. 15:55

2 identicon

Mikið er þetta fallegt hjá þér Milla mín og vona ég að næsta spor Kirkjunnar verði það að kirkjan láti kynlíf presta í friði þá á ég við samkynhneigð kirkjunarmanna.

Þú kemur öllu svo vel frá þér hér á blogginu að ég verð alltaf að koma og skoða.

Ég er að vinna í minni  bloggsíðu en hef svo litla von að mitt gamla verði opnað aftur í því er verið að vinna.

Kveðja til ykkar frá mér

Ásgerður (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 16:46

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir það Hildur Helga og vonum það besta fyrir allar konur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.6.2009 kl. 16:52

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku vina mín ég vona svo sannarlega að allt gangi upp hjá þér með síðuna sakna þín hér og það gera fleiri. Sjáumst vonandi fljótlega, höfum samband.

Kærleik til ykkar Finns
Milla og þessi sem hún hefur afnot af

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.6.2009 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.